Andvari - 01.01.1989, Side 154
152
EINAR PÁLSSON
ANDVARI
unni: „Ég vissi ekki að Þorgils skarði var dauður, þegar hann hlaut sárin
sextán““14). Er Barða þar hugstæðust sæmd Þorvarðs.
Sámur og Suður
Augljóst mætti í fljótu bragði virðast, að „höfundur Njálu“ hafi haft frásögn-
ina af 16 sárum Höskulds Njálssonar beint úr sögu af dauða Þorgils skarða.
En hví vantar þá á Höskuld höfuðhöggið? „Eigi hjuggu þeir höfuð af
honum“, stendur í Njálu 15). Barða þykir svo mikið vanta á frásögn Njálu
þarna, að hann hyggur vangá valda. Hann telur jafnvel, að ritsnillingnum förl-
ist í frásagnarlistinni, þá er hann greinir frá „sárunum 16“, enda valdi þar
mestu „erfiðar hugarhræringar sem kröfðust tjáningar“ og „brjótast upp úr
djúpi undirmeðvitundar skáldsins“. Það eru slíkar truflanir er hann telur
„birtast sem snurður á frásagnarþræðinum“16). Um þetta er skemmst að segja,
að samkvæmt niðurstöðum RÍM fer því víðs fjarri að höfundi Njálu förlist
þarna, enda er dauði Höskulds Njálssonar rétt staðsettur samkvæmt goð-
minninu norður með garði á Sámsstöðum. Sárin 16 fara með nafni Sáms og
eiga við Hundstjörnu á himni. Hundstjarnan var Suðurstjarnan, þá sem nú,
vissi mót suðri, og land Sámsstaða liggur á suðurlínu Hjóls Rangárhverfis.
Dauði Höskulds kemur þannig heim við goðvef þann sem fylgir Aurvandli og
Sámi. Langsennilegasta skýringin á þeirri setningu er greinir svo frá, að þeir
hafi eigi höggvið höfuð af Höskuldi, er sú, að afsniðið höfuð - ellegar krúna
- hafi haft í sér fólgna mikilvæga merkingu. Til samanburðar má velta fyrir sér
Gretti, sem deyr undir sömu talnasamstæðu: 18 fara að honum og hann drep-
ur tvo. Af Gretti höggva þeir svo höfuðið17). Er þetta eldfornt goðminni?
Merkir Grettir með afhöggvið höfuð brotið 16/18 í löngu týndri upphafssögn?
Vér sjáum m.ö.o. að hvort tveggja í senn, dauði Tómasar Becket og Þorgils
skarða fylgir goðsagnavef, sem fast er tengdur við kennileiti í Rangárhverfi.
Hvernig má slíkt skýra?
Krúnan og alheimurinn
Forn-egypzk mynd Mannsins, er skiptir líkama í 18 parta auk krúnu, er lang-
samlega sennilegasta forsenda þess sem að framan er rakið. Því til skýringar
er að sjálfsögðu nauðsynlegt að gera ráð fyrir Ósíris sem hinum fullkomna
Manni - og Frey sem beinni hliðstæðu Ósíris. Fellur svo allt í löð. Þessi mynd
varðar annars vegar mörkun vegalengda og hins vegar mörkun tíma, nánar til
tekið stórár 18.61 sólára. Er þá fundið samræmi með öllum hlutum efniviðar-