Andvari - 01.01.1989, Qupperneq 156
154
EINAR PÁLSSON
ANDVARI
og upphóf nýtt stórár, nýtt tímaskeið. En ekki er að efa, að Barða hefði rekið
í rogastanz hefði honum auðnazt að sjá hve einkennilega og ótrúlega goðsagn-
irnar að baki Hrafnkötlu og Njálu vefast saman. Þeir „Hrafnkell Freysgoði“
og „Njáll á Bergþórshvoli“ eru beinlínis gagnstæður í einhverjum þekktustu
launsögnum miðalda20). Og Sámur Hrafnkötlu er annars vegar bundinn „sár-
unum 16“, hins vegar talnasamstæðunni 22/7. Þetta eru þeir lærdómar, sem að
jafnaði voru kenndir til nýplatónisma. Má þannig sjá, að Barði stóð með gull-
sjóði í höndum sem hann kunni ekki að greina, enda þótt skynsemi hans sýndi
honum svart á hvítu, að efnið átti saman.
Höfundur Njálu
Sá sem les bollaleggingar Barða um „sárin 16“ skyldi minnast þess, að í Þor-
gils sögu skarða er EKKI talað um „16 sár“ eins og í goðsögnum STEFSINS
heldur 22 sár, hvar af 7 blæddu. Það er skarpskyggni Barða sem veldur því,
að sárin sextán verða ljós: síðasta sárið er blæddi, afsnið krúnunnar, hlaut að
hafa komið á Þorgils dauðan, þar sem það var síðasta sárið sem honum var
veitt; þannig er þarna um ályktun að ræða, ekki augljóst goðrænt STEF. Það
athyglisverðasta við þetta er, að Barða eru alls ekki ljós tengsl samstæðunnar
22/7 við „sárin 16“, enda þarf talsverða yfirlegu til að skilja, hvernig þeim er
háttað. En þau haldreipi benda aftur til hinna ótrúlegu tengsla milli Hrafnkels
sögu Freysgoða og Njálu. Eru þau tengsl raunar slíkrar tegundar, að hver sem
sökkvir sér niður í samanburðinn hlýtur að spyrja sjálfan sig, hvort hugsanlegt
sé, að annar en einn og sami maðurinn hafi skrifað báðar sögurnar. Þar sem
Hrafnkatla varðar einmitt heimaslóðir Þorvarðs Þórarinssonar - og, að því er
virðist, vandlega útfærslu STEFSINS í smáatriðum (í hinu glataða frumriti),
hlýtur sú hugsun að skjóta upp kollinum, að þarna sé enn eitt efnisatriðið
fundið, er styður þá niðurstöðu Barða, að Þorvarður Þórarinsson hafi verið
höfundur Njálu. Það sem Barða var ókunnugt, tafl talnanna 22 og 7, er tengd-
ist helgi Baugs, Freysdýrkun, Landeyjum og Fljótsdal, var þannig í rauninni
sterkara sönnunargagn fyrir tengslum Þorgils skarða við Njálu en „sárin 16“
ein út af fyrir sig. Barði byggði rannsóknir sínar á því sem hann nefndi „sam-
leik sálfræði og sögu“, honum voru efst í huga óbeinar sannanir, sem þó „lágu
í augum uppi“ vegna fjölda þeirra og skýrleiks. Þetta verklag Barða er fullrar
virðingar vert enda ávöxturinn augljós.