Andvari - 01.01.1989, Page 159
EYSTEINN SIGURÐSSON
Alþýðuskáld og rómantík
Fyrir nokkuð mörgum árum vildi svo til að ég tók þátt í seminaræfingu við
breskan háskóla, þar sem umræðan snérist meðal annars um rómantík sem
bókmenntastefnu. Þá tók þar orðið stúlka úr stúdentahópi, sem kvartaði
undan því að í rauninni væri til lítils að fletta upp í handbókum til að komast
að því hvað rómantík væri. Þar lentu menn bara á endalausum langlokum um
það hvernig rómantíska stefnan hefði komið fram í hinum ýmsu löndum, og í
ljós kæmi að þar skildi verulega margt og mikið að. Og þá væri því líka
ógleymt að í flestum vestrænum tungumálum væri orðið rómantík einnig
notað í almennri merkingu og alls óskyldri því sem væri þegar verið væri að
tala um rómantísku stefnuna í bókmenntum einhverrar Vesturlandaþjóðar.
Þessi ummæli hafa oft komið upp í huga minn síðan, og því meira sem ég
hef kynnst rómantísku stefnunni í bókmenntum hinna ýmsu Vesturlanda,
þeim mun sannfærðari hef ég orðið um réttmæti þeirra. Og þessu fylgir svo
aftur hitt að kjósi bókmenntafræðingar að koma til dæmis að íslensku róm-
antíkinni og reyna að skilgreina hana eftir því sem þeir lesa í erlendum bókum
þá lenda þeir fljótlega í öngstræti. Þá komast þeir að raun um að þeir eru fyrr
en varir farnir að vinna eftir vel þekktri þýskri skopreglu: „Warum einfach
wenn es kompliziert geht?“, „hvers vegna að hafa hlutina einfalda þegar hægt
er að hafa þá flókna?“ Þvert á móti hef ég sannfærst um að íslenska rómantík
verður fyrst og fremst að skilgreina eftir því hvernig hún birtist í íslenskum
bókmenntum.
Þessi ummæli bresku stúlkunnar rifjuðust enn eina ferðina upp fyrir mér
þegar ég las annars vinsamlega umfjöllun Þóris Óskarssonar1 í síðasta hefti
Andvara um nýlega bók mína um Bólu-Hjálmar2. Málið er það að orðið
,,rómantík“ er í íslensku sem skyldum málum nokkuð jöfnum höndum notað
sem heiti á bókmenntastefnu („sérstök bókmennta- og listastefna, sterkust á
fyrri hluta 19. aldar“ samkvæmt Orðabók Menningarsjóðs) og í hinni al-
mennu merkingu sinni („óraunhæft, gyllandi viðhorf: sveitarómantík; ósk-
hyggja, vökudraumar: fullur af rómantík“ skv. sömu bók). Líka á hitt að vera
vel kunnugt hverjum bókmenntafræðingi að rómantíska stefnan birtist með