Andvari - 01.01.1989, Side 163
ANDVARI
ALÞÝÐUSKÁLD OG RÓMANTÍK
161
handahófi þá ættu menn samkvæmt þeim að skipa Matthíasi Jochumssyni og
Valdimari Briem saman í bókmenntalegan flokk því að báðir voru prestar.
Og vel á minnst, hvað er þá um Þorstein Valdimarsson, var hann ekki
guðfræðingur líka? Og hvað um menn eins og Kristmann Guðmundsson og
Hannes Sigfússon, sem báðir dvöldust langdvölum í Noregi, á ekki að setja þá
niður saman í bókmenntasögunni sem eins konar Noregsskáld? Það er í
rauninni ekki ýkja mikið lengra á milli þeirra í sögunni en þeirra tveggja
tímapunkta þegar verk Sigurðar og Hjálmars voru hvað mest prentuð og
lesin.
Og áfram má halda. Þær Svava Jakobsdóttir og Guðrún Helgadóttir eru
báðar skáld góð, og þær eiga það sameiginlegt að hafa setið á þingi fyrir
Alþýðubandalagið. A ekki samkvæmt því að spyrða þær saman í bók-
menntasögunni á sama hátt og Sigurð og Hjálmar sem Alþýðubandalags-
skáld? Og hvað með menn eins og Matthías Johannessen, Indriða G. Þor-
steinsson og Helga Sæmundsson, sem allir eru áhugaverð skáld en þó hver
með sínu móti. Þeir eiga það sameiginlegt að vera eða hafa verið ritstjórar á
dagblöðum. Á þá ekki að setja þá niður saman í bókmenntasögunni sem
ritstjóraskáldin?
Máski þykir einhverjum þetta glannafengið. Þó mun sannleikurinn sá að
rökin á bak við „alþýðuskáldakenninguna“ eru í raun síst haldbetri en rökin
myndu vera á bak við hvern sem er af þessum ofangreindu hópum. Þess vegna
held ég að það sé meir en kominn tími á það að menn hætti að tala um
alþýðuskáldin á nítjándu öld. Sú hugmynd stenst ekki gagnrýna skoðun,
heldur er mun vitlegra að skilja þar á milli skálda eftir því hvort í verkum
þeirra birtast áhrif frá upplýsingu, rómantík eða raunsæi. Sú var og er
niðurstaða mín, og athugasemdir Þóris Óskarssonar við bók mína hafa ekki
náð að hagga henni.
Rómantíska stefnan
Og komum við þá að rómantíkinni. Til fróðleiks skal ég geta þess að í bók
minni um Hjálmar setti ég það sem ég tel vera megineinkenni íslensku
rómantíkurinnar, vel að merkja bókmenntastefnunnar, fram sem hér segir:
1) Fornaldardýrkun, þ.e. aðdáun á efnum úr fjarlægri fornöld, fyrst og fremst íslenskri,
en einnig klassískri (grískri og rómverskri). Far undir vilja sumir fella hetjudýrkun, sem
vissulega má til sanns vegar færa, en þar verður þó að taka með í reikninginn að
hetjudýrkun er áberandi þegar í fornbókmenntum, hetjukvæðum Eddu og íslendinga-
sögum.
11