Andvari - 01.01.1989, Page 166
164
EYSTEINN SIGURÐSSON
ANDVARI
Kjartansson bent á að Hallgrímur Pétursson noti samlíkingar lítið í Passíu-
sálmunum, en algengasta aðferð hans sé að tákna viðmiðið með nafnorði en
hinn liðinn með eignarfallseinkunn eða samsetningarlið við það,14 með öðr-
um orðum að beita því sem ég nefndi víst „eignarfallslíkingar“ í títtnefndri
bók minni.15
Ef það er rétt, sem margir munu hallast að, að það sé eitt af einkennum
rómantísku skáldanna að þau hafi notað samlíkingar lítið, þá er einnig eftir að
rannsaka hvort þetta sé sérkenni þeirra gagnvart þeim sem á undan fóru eða
hvort þau hafi ekki haggað við neinu í því efni. En hér vantar rannsóknir.
Þegar þær hafa verið gerðar er fyrst hægt að svara því hvort lítil notkun á
samlíkingum sé kannski fimmta höfuðeinkennið á rómantísku stefnunni hér
á landi. í bók minni um Hjálmar gat ég skiljanlega ekki farið út í rannsóknir á
notkun samlíkinga á löngu bókmenntasögulegu tímabili. Pað hefði sprengt
allan ramma hennar.
Einnig minnist Þórir Óskarsson á einstaklingshyggju, sem hann telur að
móti allan kveðskap rómantíkurinnar. í þessu efni sýnist mér að menn séu
enn á dálítið hálum brautum, og máski ekki frítt við að sótt hafi verið einum
of mikið hrátt í útlendar bækur.
Þar er á það að líta, að eins og ég gat um hér að ofan er hetjudýrkun víða
talsvert áberandi í fornaldardýrkun rómantíkurinnar og þá sem þáttur í
henni. Slík hetjudýrkun felur vitaskuld í sér einhvers konar einstaklings-
hyggju, en er hún sérstæð nýjung í rómantísku stefnunni? Að því er að gæta
að skáld voru þarna lengi búin að yrkja út frá sínum eigin persónulega
sjónarhóli, og þarf reyndar ekki lengra að leita en til Hallgríms Péturssonar
og skoða það persónulega trúarsamband sem hann er í við Krist sinn í
Passíusálmunum.
Áður en ég sannfærist um að einstaklingshyggja sé í rauninni eitt af
megineinkennum íslenskrar rómantíkur vil ég eiginlega fá haldbærar rök-
semdir fram á borðið fyrir því að hennar gæti í verkum rómantísku skáldanna
með einhverjum þeim hætti sem áberandi sé ólíkur því sem áður hafði
tíðkast. Eða þá að hún leiki þar eitthvert sérstætt hlutverk í samspili við önnur
megineinkenni stefnunnar, líkt og til dæmis fornaldardýrkunin. Með þeim
orðum er ég þó síður en svo að draga úr því eða neita að einstaklingshyggja
kunni að vera meðal einkenna rómantíkur einhvers staðar í útlöndum, en
þarf það að skipta máli hér á landi ef einkennin sjást ekki? Nema þá sem
efnistök og áherslur sem í engu eru frábrugðin því sem áður hafði tíðkast hjá
eldri skáldum? Spyr sá sem ekki veit.
En að öðru leyti vil ég ítreka þakkir mínar til Þóris Óskarssonar fyrir
vandlegan lestur hans á bók minni og málefnalega umfjöllun um hana. Ef til
vill er okkur báðum, og þá vonandi einhverjum lesendum líka, orðið það
betur ljóst en fyrr hvað lítið hefur í rauninni verið tekið fræðilega á þessum