Andvari - 01.01.1989, Blaðsíða 169
ANDVARI
GUÐBRANDUR VIGFÚSSON
167
/
En hvaðan skal þá leggja af stað, og í hvaða átt skal halda? Á þeirri stundu
þegar er nærri því nákvæmlega liðin rétt öld frá því að hann gaf upp andann,
er líklega best að byrja með andláti hans.
Fréttin af dauða Guðbrands barst fljótlega út fyrir Bretlandsstrendur, en
ekki náði hún til íslands fyrr en með vorskipum 1889, en þá barst hún skjót-
lega um land allt. Á Akureyri fregnaði hana sóknarpresturinn, séra Matthías
Jochumsson, manna fyrstur. Séra Matthías hafði verið Guðbrandi kunnugur
á Hafnarárum þeirra, og var einn hinna fáu íslendinga sem fengu að sækja
hann heim í Oxford. Par hafði Guðbrandur farið með hann um alla borgina
og sýnt honum meðal annarra húsa dómkirkjuna, sem er einnig garðskapella
Christ Church College, en þar dáðist Matthías sérstaklega (og að makleikum)
að hinu undurfagra steinhvolfi sem prýðir kór kirkjunnar. Eins og oftar þegar
minning stórmennis gagntók hann, hljóp klerkur nú á bak skáldfáki sínum og
leitaði í huga út og suður til landa:
Út í Öxnafurðu,
Engilsaxa hliðskjálf, -
þar sem hundrað hörga
helgar bjarkir skyggja,
þar sem guðvé gnæfa
goðkunnust með Englum -
út í Öxnafurðu
eitt sinn var mér reikað.
Fáir hafa fengið jafn tignarlegt erfikvæði og Guðbrandur hlaut hjá Matt-
híasi, en því miður skriplaði skáldgæðingurinn á skötu rómantíkurinnar. Eng-
in „brunnu ljós á líkbekk“ í kóri dómkirkjunnar miklu. Guðbrandur var bor-
inn til hinstu hvíldar um hina látlausu kirkjugarðskapellu sem finna má í garði
þeim sem kenndur er við Gröfina helgu í Jórsölum: St. Sepulchre’s Cemetery
í Norður Oxford. Og ekki var „kanslarinn af kóri, klæddur vígsluskrúða“ þar
heldur, því þá sömu daga var þriðji markgreifinn af Salisbury, kanslari há-
skólans, meir en upptekinn í Lundúnum að róa hug Viktoríu drottningar
vegna váfréttar þeirrar sem borist hafði úr Austurríki; þar hafði Rúðólfur
ríkiserfingi skotið ástmey sína og sjálfan sig. En þó tókst Matthíasi að hitta á
einn réttan nagla. Viðstaddir voru vissulega „andans furstar Engla“.
í bréfi sem hinn ágæti vísindamaður George Birkbeck Hill, sérfræðingurinn
ofar öðrum í fræðum sem snerta þá dr. Johnson og Boswell, og vissulegur
fursti andans á sínum tíma, sendi vinkonu sinni frú Ashley nokkrum dögum