Andvari - 01.01.1989, Síða 172
170
BENEDIKT S. BENEDIKZ
ANDVARI
óvenju námfús; með þeim frændum tókst þá mikil vinátta sem þeir sonur og
sonarsonur sr. Þorkels nutu síðar.
Guðbrandur reyndist frábær nemandi, og var tekinn í neðri bekk Bessa-
staðaskóla haustið 1844. Hann fluttist með skólanum til Reykjavíkur 1846 og
útskrifaðist þriðji að ofan 1849. Ekki er þess getið að hann hafi tekið neinn
virkan þátt í félagslífi pilta, né verið riðinn við drykkjuskaparillindi þau sem
gerðu Sveinbirni Egilssyni rektorsár hans erfið. Varla gat hann þó verið við
skólann í fimm ár og farið þaðan ósnortinn af hinum miklu máttarstoðum
hans, Hallgrími Scheving, Sveinbirni Egilssyni og Birni Gunnlaugssyni. Tveir
þeirra kenndu þau fræði sem urðu honum að ævilöngu veganesti. Guðbrandur
var aldrei spar á þakklæti sitt, og hann minnist þeirra oft við nemendur sína,
eins og sjá má í ævisögu York Powells eftir Oliver Elton, en þó tókst Powell
að gera flautu Sveinbjarnar að fiðlu! Áhrif Björns hafa verið þeim mun minni
að Guðbrandur var aldrei neinn stærðfræðingur,en varla gat þó maður með
skapferli Guðbrands verið ósnortinn af fimm vetra samferli með öðru eins
göfugmenni og gott þótti honum að hafa sér til hjálpar Uppdrátt íslands þegar
hann fór að gefa út Sturlungu.
Að loknu stúdentsprófi sigldi Guðbrandur til Kaupmannahafnar, lauk þar
nauðsynlegum byrjunarprófum og fékk Garðsstyrk. Þegar honum lauk naut
hann svo þess að Jóni Sigurðssyni líkaði vel við hann og útvegaði honum fjár-
hagsaðstoð þangað til árið 1856 að hann var skipaður annar styrkþegi Árna-
safns, en þeirri stöðu hélt hann þangað til hann flutti til Englands.
III
Hér mun ekki farið út í Hafnarsögu Guðbrands að neinu ráði. Hún er alltof
kunn íslendingum yfirleitt og sérstaklega þeim sem norræn fræði stunda. Þó
má ekki fara framhjá því mikla dagsverki sem hann vann án þess að líta á
þann hlut sem Hafnardvölin átti í mótan mannsins. Varðandi hana verður hér
að nefna þá miklu togstreitu sem stóð milli Jóns Sigurðssonar og Fjölnis-
manna, og þar lengst af Konráðs Gíslasonar, á árabilinu 1840-1880. Ég þarf
ekki að bæta neinu við það sem um hana hefir verið ritað nema að geta þess
að Guðbrandur gekk fljótlega í flokk Jóns, og studdi hann af alhug alla sína
Hafnardaga. Jón kunni og vel að meta slíkan flokksmann, og beitti hinum
miklu starfskröftum hans í frjósama haga, en þar fékk hann að taka að sér við-
fangsefni sem þurftu allra krafta hans við. Frá því að Guðbrandur birti hina
fyrstu stórritgerð sína Um tímatal í íslendinga sögum var hann vísindalegur
samstarfsmaður Jóns. Þeir unnu saman við Biskupa sögur, og ávannst á þrem-