Andvari - 01.01.1989, Side 174
172
BENEDIKT S. BENEDIKZ
ANDVARI
ráðs Gíslasonar, hvenær sem það yrði, og hversu illa sem þeim kom saman um
þetta leyti.
W
Missætti Guðbrands og Konráðs spratt í upphafi af því að þeir voru algerlega
andstæðir á allan hátt, og með árunum harðnaði andstaðan yfir í fullan
fjandskap. Konráð reiddist aðfinnslum Guðbrands við vinnubrögð hans í út-
gáfunni af Gísla sögu Súrssonar, og síðan gaus upp fullt hatur er þeir jusu
graut hvor á annan út af málfræðiskoðunum sínum, og þá sérstaklega út af
stafsetningarreglum. Um þetta allt getur sá sem á það horfir úr fjarlægð fram-
tíðarinnar sagt með Rómverjanum forna að í þessu efni tóku fjöllin jóðsótt en
fram kom músarræfill einn! En nú er líka komið að því atriði sem gerði hin
miklu markaskil á ævi Guðbrands, og varð til þess að þeir Konráð yrtu aldrei
orði hvor á annan héðan frá. Verður að líta nokkur ár aftur í tíma til upphafs
málsins.
Richard Cleasby er maður nefndur. Hann var af góðum enskum ættum,
vellauðugur og áhugamaður mikill um germönsk fornmál, ekki síst íslensku.
Hafði hann átt í ýmsu germönsku vafstri áður en hann ásetti sér að semj a þá
fyrstu íslensk-ensku orðabók sem nothæf væri almenningi. Hér var ekki verið
að ráðast í smámuni því um árið 1845, eins og dr. Jakob Benediktsson hefur
sýnt fram á í Andvara 1969, var ekki um nema eina íslenska orðabók að ræða
sem stærri var en vasakver; sú var orðabók séra Björns Halldórssonar, og hún
var illfáanleg og þar á ofan aðeins nothæf latínulærðu fólki á Englandi.
Cleasby hófst því handa af skörungsskap miklum og hélt til hennar ýmsa
hjálparmenn svo sem Brynjólf stúdent Snorrason og Gísla (síðar aðjúnkt í
Reykjavík) Magnússon, en sjálfur varð hann því miður snöggum sjúkleika
(tyfus) að bráð og andaðist um haustið 1847. Erfingjar hans vildu gjarna halda
þessu verki fram til hlítar, því að þeim varð algjörlega ljóst að Cleasby hafði
kostað miklu fé til orðasöfnunarinnar, en hafði þó látið heilmikið eftir ógert,
og leituðu þeir því að færum málfræðingi sem gæti tekið lokaverkið að sér.
Árið 1848 bar Konráð Gíslason höfuð og herðar yfir alla norrænusérfræðinga
í Kaupmannahöfn: með bók sinni Um frum-parta íslenskrar tungu hafði hann
þegar lagt fram þann skerf til málfræðivísinda sem mörgum þætti gott ævi-
starf. Það leið því ekki á löngu áður en honum var boðið starfið og hann tók
það að sér.
En nú leið og beið, og ekki bar á því að Konráð nálgaðist það að ljúka verk-
inu. Engum sem nokkuð hefir haft að gera með samning stórrar orðabókar