Andvari - 01.01.1989, Side 180
178
BENEDIKT S. BENEDIKZ
ANDVARI
fengist til að skipa hann í fasta kennslustöðu; mun síðar litið við því. Framan
af var honum greitt fyrir orðabókina eftir framgangi hennar, og hann sýndi
vinnukraft sinn svo að þeim Liddell og Price líkaði; fyrsta heftið kom út 1869,
eftir aðeins fjögurra ára undirbúning á Englandi. Vegna þess að svo myndar-
lega var farið af stað, og vegna þess að stjórnendur forlagsins vildu að höf-
undurinn væri sýnilega tengdur við háskólann á endanlegu titilblaði bókarinn-
ar gekk Liddell í það að útvega Guðbrandi meistarastig það sem þegar hefir
verið nefnt, og var það veitt honum 8. júlí 1871. Vegna þess að honum var
ekki ætlað kennaraembætti í þetta sinn „fékk“ hann ekki „eitt af collegiis há-
skólans“ eins og dr. Jón Þorkelsson vildi hafa það, heldur var hann gerður
venjulegur meðlimur Christ Church garðs, þ.e. hann hafði kennarastofurétt-
indi (Senior Common Room rights) en varð sjálfur að greiða fyrir allar mál-
tíðir og aðra þjónustu sem hann fékk á garðinum.
Loksins kom svo síðasti hluti orðabókarinnar út árið 1874. í honum var for-
máli Guðbrands og einnig ævisaga Cleasbys sem Dasent tróð sér inn með, því
hann sá sér færi á sjálfsauglýsingu. Hann greip nú tækifærið og réðst harka-
lega á Konráð, og má lesa úr máli að hann ætlaði lesanda að skilja að Guð-
brandur væri sér sammála í öllu. En nú vill svo til að til er skjalleg heimild sem
sannar að Guðbrandi ofbauð offorsið hjá Dasent. Þetta er eintak Guðbrands
sjálfs af orðabókinni; hefir hann skráð margar athugasemdir á spássíu og þeg-
ar Sir William Craigie sýndi mér það sumarið 1955 varð ég þess þegar var að
þar kveður heldur en ekki við annan tón. Prófessor Christine Fell, hin lærða
vinkona íslands og íslendinga, hefir skráð heimildina í riti sínu um Cleasby í
Leeds Studies in English (1980/81) og má vel una við dóm hennar þar.
Um þetta leyti virðist Guðbrandi hafa gefist dálítill fengur í því að ýmsir
ungir lærdómsmenn beiddu hann að kenna sér íslensku. Lærisveinarnir voru
ekki af lakari endanum, því auk York Powells má nefna hinn fyrrnefnda
Charles Plummer, og einnig William Paton Ker, hinn stórfræga fræðimann
sem síðar varð prófessor í ensku í University College London og hinn eigin-
legi stofnandi norrænna fræða þar. Guðbrandur virðist hafa haldið vináttu við
alla nemendur sína, en sérstaklega varð hún innileg milli hans og York
Powells. Er þetta vel skiljanlegt, að hinn einmana útlendingur nærri aldar-
fjórðungi eldri, skyldi hænast að hinum vellærða og velættaða yngri manni
sem sá ekki sólina fyrir honum. Frá upphafi Englandsdvalar sinnar mun
Guðbrandi hafa sárnað það hversu stirður hann var í ensku hversdagsmáli og
ritmáli, og aðstoðartilboð Powells hlýtur honum að hafa fundist gulli dýrara.
En ekki er allt gull sem glóir, og það spakmæli átti eftir að sannast síðarmeir.