Andvari - 01.01.1989, Page 181
ANDVARI
GUÐBRANDUR VIGFÚSSON
179
VII
Þegar orðabókinni lauk hafði Guðbrandur tvö stórvirki á prjónunum. Annað,
Sturlunguútgáfan, virðist hafa verið þó nokkuð lengi í huga hans, því á árun-
um 1866-1867 skrifaðist hann á við Bjarna amtmann Thorsteinsson um ýmis-
legt sem hana varðaði. Hitt, útgáfuna á texta Orkneyinga sögu og annarra
sagnrita sem vörðuðu úteyjar Skotlands, hafði hann tekið að sér að beiðni Sir
Thomas Duffus Hardy, yfirmanns enska ríkisskjalasafnsins og yfirritstjóra
hinnar merkilegu heimildaútgáfu breskrar sögu The Rolls Series, sem þá var
í miklum uppgangi. Hafði Dasent verið fenginn upphaflega til þess að taka að
sér þennan hluta hins mikla ritsafns, en hann mun fljótlega hafa skynjað að
sér væri um megn að gefa út textann; kaus hann sér því hið léttara hlutverk
og bauðst til að gera þýðingarnar, en benti um leið á Guðbrand sem líklegast-
an útgefanda íslenska textans.
Raunasögu útgáfu þessarar þræddi prófessor David Knowles í fyrirlestri
þeim sem þegar er nefndur, en því miður fékk sá ágæti lærdómsmaður ekki
séð skjölin í Bodleyssafni, og ber hann því Guðbrandi verr söguna en skyldi.
Guðbrandur hafði útbúið íslenska textann, m.a. notfært sér þar Breta-
safnshandritið og var kominn í fyrri próförk vorið 1876. Sir Thomas Duffus
Hardy var vel ánægður með framgang hans, en annað mál var með Dasent,
því að þegar átti að ganga frá því að gefa út texta og þýðingu samtímis, þá
kom hann með endalausar vífilengjur og útúrdúra til að komast hjá því að
skila þýðingarhandritinu, og gekk svo út alla embættistíð Sir Thomas og
William Hardy bróður hans og eftirmanns, að Guðbrandur sat með óljúkandi
verk á skrifborði sínu. En árið 1885 kom nýr leikari inn á sviðið. Sir Henry
Maxwell-Lyte var ungur, framgjarn og einbeittur, og hann tók þegar til við að
koma eftirlegukindum Rolls Series í réttina. Þegar hann varð þess var að sökin
lá Dasents megin brá hann við og skildi að útgáfu texta og þýðingar, og stóð
þá ekki á Guðbrandi - en ekki gat hann stillt sig um að andvarpa í bréfi til
þjóðskjalavarðarins: „Eru virkilega tíu ár síðan verkið hófst?“ Enda hafði
hann komið fram heiðarlega, og hvað sem sagt hefir verið um gæði útgáfu
hans (og um það efni vísa ég mönnum beinustu leið til rita Sig-
urðar Nordals og Finnboga Guðmundssonar) þá má segja að hann hafði
hreinar hendur gagnvart útgáfustjórninni. Málinu lauk svo sjö árum síðar
með því að Maxwell-Lyte króaði Dasent inn í horn með því að hóta að láta
svifta hann stjórnarstyrk þeim sem hann naut fyrir skrif sín forðum í The
Times. Þá loks skilaði Dasent handriti, og sumarið 1894 var það svo komið á
prent. Kaldhæðni örlaganna má lesa í því að sama haust brann hús karls, og
í því hvert einasta pappírsblað sem hann átti — og hefði hann þrjóskast þess-
ari ögn lengur hafði hann getað boðið óvinum sínum birginn þaðan af. En