Andvari - 01.01.1989, Blaðsíða 188
186
BENEDIKT S. BENEDIKZ
ANDVARI
að maðurinn er orðinn viss í sök sinni, framgjarn og ákveðinn. Þessi er mað-
urinn sem gekk beint á móti goðasvörum Kaupmannahafnarháskóla um ís-
lensk fræði er hann reit fyrstu setningu formála síns að Icelandic Prose
Reader:
„íslenskar bókmenntir eru ekki deyjandi bergmál dauðrar tungu, né heldur
rotnandi lík fornfræðilegs lærdóms, heldur eru þær lifandi rödd sem kallar til
hjarta manna og samúðar.“ Svona orð mátti enginn segja upphátt í Oxford í
ungdæmi mínu, né heldur í Höfn alla daga Finns Jónssonar, og jafnvel hinum
mæta manni Jóni Helgasyni prófessor var dálítið um og ó að menn væru að
flana með svona orðbragð á opinberum vettvangi - en heyrist nú samt ekki
kröftugra bergmál orða Guðbrands í kvæði hans / Á rnasafni?
Þar er því mynd mannsins sem var vandlætingasamur fyrir heiðri þjóðar
sinnar, miklaðist af stórverkum hennar og sveið það að sjá hana á ferð með
betlibaukinn, mannsins sem lá með Hávamál nær höfði og Heimskringlu nær
brjósti. En annar maður bjó líka í Guðbrandi, hulinn innan við stórbokkann,
og það er gott að til er önnur mynd sem leyfir oss að fá augnablikssjón af
honum. Sá sem gerði myndina var listamaður að nafni Henry Maynard Paget,
frægur sem mannamyndamálari á seinni dögum Viktoríu drottningar og fram
á daga sonarsonar hennar, og prýða margar þeirra garðssali í Oxford. Paget
var eldri bróðir dr. Francis Paget, prófessors í kennimannlegri guðfræði og
kanúka Christ Church. Einn haustdag árið 1888 var hann staddur í húsi bróð-
ur síns er þau York Powell og frú hans voru þar í heimsókn og höfðu með sér
litla dóttur sína og Guðbrand. Börnin léku saman úti í garði, og Guðbrandur
sat hjá þeim, vel klæddur gegn haustkulda, og horfði á leik þeirra. Paget
fylgdist með honum laumulega, og listamannsaugað stýrði æfðri hendi málar-
ans þar til úr varð mynd sú sem nú hangir utan við dyr herbergis núverandi
handhafa kennarastóls þess sem tengdur er við nafn Guðbrands. Hér má sjá
andstæðu gleðibrossins milda sem leikur um varir Guðbrands, og lýsti ánægju
hans er hann fylgdist með leik barnanna, og angurværs augnsvips hins barn-
lausa einstæðings sem verður að sækja gleði sína til barna annarra, og um
hana kemur fram hinn innri Guðbrandur, barnslegur í betri skilningi orðsins,
vinum sínum tröllum tryggari og einlægur í trú sinni á einfaldan hátt, fráhverf-
ur marglyndi og flækingum mála sem komu við innsta eðli hans. Leyfi ég mér
að leggja fram eitt dæmi til styrktar því.
Jón Árnason og Guðbrandur höfðu bundist vináttuböndum á Hafnarárum
hins síðarnefnda, og hélst sú vinátta ófölskvuð alla daga þeirra þrátt fyrir
langan aðskilnað. Síðasta bréf Jóns sem geymt er í Guðbrandsskjölum í Bod-
leyssafni er dagsett 14. júní 1877. Jón ber sig mjög sæmilega, ann Guðbrandi
af öllu hjarta doktorsnafnbótarinnar frá Uppsalaháskóla og fullvissar hann
um að landinu sé heiður að gjöfinni - en lesa má á milli línanna að heldur
hafði hann viljað friðsamt líf í dyravarðarstöðu sinni við Latínuskólann en að