Andvari - 01.01.1989, Síða 189
ANDVARI
GUÐBRANDUR VIGFÚSSON
187
verða öðrum til óþæginda. Nú andaðist Jón 4. september 1888, og Guðbrand-
ur fékk fréttina nokkrum dögum síðar. Sjálfur var hann að leggjast sína síð-
ustu sjúkralegu, en nú dreif harmur hans við vinarlát hann til þess að gera Jóni
grafskrift, og án þess að leita hjálpar hjá York Powell skrifaði hann þá stuttu
grein sem birtist í The Athenaeum 29. september 1888 og er síðasta rit Guð-
brands sem út að honum lifandi. Yfir gröf Jóns og sjálfur aðbanakominn opn-
aði hann hjarta sitt svo að líta má eitt augnablik enn inn fyrir dyr þess.
Svíum er hann þakklátur fyrir heiður þann er þeir gerðu honum með doktors-
nafnbótinni 1877, en hann vissi hverjum hafði verið hafnað og fyrir hönd vinar
síns reif hann duluna af smásálarskap íslenskra yfirvalda í Reykjavík og
Kaupmannahöfn:
„Pann 4. september andaðist í Reykjavík Jón Árnason, safnandi íslenskra
þjóðsagna og ævintýra, 70 ára að aldri. Á árunum 1862 - ’64 birtust í Leipzig
tvö bindi; þriðja bindið, sem í eiga að vera gátur, leikir, barnaþulur og annað,
er sagt vera í prentun. Hæglátur og óframfærinn, af manngerðinni stiller Ge-
lehrter, sem nú mun vera næstum því útdauð, lauk hann verkum sínum með
þolinmæði og trúskap. Hann var lærisveinn dr. (Sveinbjarnar) Egilssonar, og
samdi ævisögu hans af ræktarsemi. Þegar kom í mál að senda tvo íslendinga
fyrir hönd þjóðarinnar á (fjórða) aldarafmæli Uppsalaháskóla var stungið upp
á því einslega (vegna þess að herra (Jón) Sigurðsson var veikur), að þeir dr.
Vilhjálmur Finsen lögfræðingur og Jón Árnason yrðu bestu sendiboðar ís-
lenskra fræða, en yfirvöldin í Kaupmannahöfn snérust öndverð við: „Á að
senda dyravörð á svona fund?“ (en Jón Árnason var þá dyravörður Latínu-
skólans).
En vísindamenn skildu verðleika hans, og herra James Campbell frá Islay
sálugi, sem þekkti hann persónulega, sagði oft að hann öfundaði hann af ró
hans og friði í litla herberginu hans í Reykjavík. Næst Hómersþýðingum
meistarans á óbundnu máli eiga Þjóðsögur lærisveinsins vissulega að standa.
Hann lætur eftir sig konu (því hann giftist loks eftir langa piparsveinsævi).
Einkabarn þeirra, vænn efnisdrengur, andaðist á undan föður sínum.“
í þessari stuttu grein er ekki merki þess sem enskir sálfræðingar kalla „mix-
ed motives“. Hér mælir vinur eftir vininn góða sem hann tregar. Og merkilegt
er hvernig báðir hallast að minningu orða sem þeir höfðu oft heyrt, í 84. sálmi
Davíðs: „Heldur vil ég vera dyravörður í húsi guðs míns en að búa í tjaldbúð-
um hinna óguðlegu“, sem Guðbrandur heimfærir á yfirvöldin sem neituðu
Jóni um verðskuldaða sæmd. Sá var maðurinn sem Matthías sá í þriðja hluta
skáldsýnar sinnar, og ég bæti hér við aðeins einu smáatriði (en veigamiklu).
Meðal bóka þeirra sem Christ Church fékk eftir dauða York Powells og eru
nú í vörslu enskudeildar háskólans, er lítið snjáð kver í fallegri en snjáðri
öskju. Hjá því liggur miði með hendi Charles Plummer. „Petta eintak Passíu-
sálma Hallgríms Péturssonar var eign meistara míns Guðbrands Vigfússonar,