Andvari - 01.01.1989, Blaðsíða 192
190
SIGURJÓN GUÐJÓNSSON
ANDVARI
Sex samhljóða bréf sendi biskup samdægurs þeim mönnum sem nefndir eru í
bréfinu.
Bréfið bar árangur. Allir sjömenningarnir urðu við beiðni biskups og hafa
sjálfsagt farið að hugleiða erindið hver heima hjá sér. Langt var í millum
þeirra, þar sem tveir voru búsettir á Norðurlandi og einn austur í Árnesþingi.
Hugmyndin að nýrri sálmabók var ekki komin frá biskupi, heldur ritara
hans, Magnúsi Andréssyni guðfræðingi frá Syðra-Langholti. Hann varð síðar
landskunnur maður, prestur og prófastur á Gilsbakka í Borgarfirði og þing-
maður Mýramanna um langt skeið. Raunar hafði Matthías Jochumsson, þá
ritstjóri Þjóðólfs, slegið hugmyndinni fram í blaðagrein.
Biskup tók hugmyndinni vel. Svo vitur maður sem dr. Pétur var, sá fram á
gullið tækifæri og að nú væri hagkvæm tíð fyrir undirbúning útgáfu nýrrar
sálmabókar, þar eð uppi voru nokkur góð sálmaskáld eins og sálmabókin frá
1871 bar nokkurt vitni um. Pá bók, sem var þá næsta ný, lagði nefndin til
grundvallar starfi sínu, svo og nýjar erlendar sálmabækur, eins og Landstads-
sálmabókina norsku.
Bókin 1871 var að mestu leyti verk sr. Stefáns Thorarensens, en auk hans
störfuðu í undirbúningsnefnd dr. Pétur biskup og sr. Ólafur Pálsson dóm-
kirkjuprestur. Pétur biskup hafði beðið Helga Hálfdánarson, sem þá var orð-
inn prestaskólakennari, að starfa að undirbúningi bókarinnar 1871, en hann
hafði hafnað beiðninni, taldi tímann ekki fullnaðan. Hann hafði hins vegar
stutt sr. Stefán við gerð sálmabókarviðbætis 1861, sem skilaði ýmsu góðu og
sálmabókin 1871 nærðist af. En að viðbætinum vann auk þeirra Helgi biskup
Thordersen.
Nefndin sem Pétur biskup skipaði valdi Helga Hálfdánarson einróma
formann, en Steingrím Thorsteinsson ritara á fundi sínum, er haldinn var í
Reykjavík í júlí 1878 að lokinni prestastefnu. Ekki voru allir nefndarmenn
mættir, a. m. k. ekki Páll.
Sakir þess hve samgönguörðugleikar voru miklir á þessum tímum höfðu
nefndarmenn þann hátt á að senda hver öðrum bréf með nýjum sálmum og
leggja fram breytingatillögur, er vörðuðu þá sálma sem var að finna í sálma-
bók frá 1871, auk tillagna um niðurfellingar. Gekk svo til nokkra hríð. En í
ágúst 1880 stefnir formaður nefndinni saman í Reykjavík. Situr hún þar að
störfum frá 25. ágúst til 15. sept. og liggur ekki á liði sínu. Páll kom þó ekki
sakir lasleika, enda mjög farinn að reskjast, og ekki heldur Björn vegna erf-
iðra heimilisástæðna.
í rauninni var þetta eini eiginlegi nefndarfundurinn þó að meiri hluti hittist
stöku sinnum eftir það. Að sjálfsögðu ætlaði nefndin að koma aftur saman, en
landshöfðingi neitaði að greiða ferðakostnað og önnur útgjöld varðandi hana.
í þrjú ár frá og með 1881 til 1883 er enginn fundur haldinn. Og er þá enn farin
bréfaskiptaleiðin.