Andvari - 01.01.1989, Page 204
202
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON
ANDVARI
landskjörinu. Ákveðið var því að stofna nýjan flokk, en gefa honum ekki nafn
fyrr en komið væri til Reykjavíkur. Pá var einnig ákveðið, að þar skyldi geng-
ið frá stefnuskránni. Augljóst er, að hún hefur að geyma flest sömu efnis-
atriðin og uppkastið, sem þeir Jónas og Jón á Reynistað voru að semja. Rétt
er að geta þess, að Jónas hafði hvatt til þess bæði fyrir og eftir landskjörið, að
bændaflokkarnir yrðu sameinaðir og að það voru nánustu félagar hans í hin-
um nýja flokki, þeir Sigurður, Sveinn og Porsteinn, sem voru mestu áhrifa-
mennirnir á Seyðisfjarðarfundinum. Vafalítið hafa þeir haft samráð við Jónas
og frestuðu því framhaldsstofnun flokksins þangað til komið væri til Reykja-
víkur.
Ég tel því hiklaust, að Jónas Jónsson hafi átt meginþátt í því að skipuleggja
og stofna Framsóknarflokkinn, þótt ýmsir aðrir komi þar við sögu og þá
ekki síst Gestur á Hæli, sem átti mestan þátt í framboði óháðra bænda. Pað
flýtti vafalítið fyrir stofnun Framsóknarflokksins, en ég tel samt víst, að flokk-
urinn hefði eigi að síður komið til sögu, þótt síðar hefði orðið. Svo langt var
komið undirbúningi að stofnun blaðs og flokks fyrir atbeina Jónasar Jónsson-
ar. Óneitanlega undirbjó hann stofnun flokksins, en vann að því á sama tíma
að skipuleggja stofnun Alþýðuflokksins og leggja grundvöll að samstarfi
þeirra, sem setti meginsvip á stjórnmálasöguna næstu áratugi. Það er því ekki
fjarri lagi að tala um árið 1916 sem byltingarár í íslenskri sögu.