Andvari - 01.01.1989, Page 206
204
HANNES JÓNSSON
ANDVARI
Oppenheim segir enn, að skyldur stríðsaðila við hlutlaus ríki séu í fyrsta
lagi að breyta gagnvart þeim í samræmi við hið óhlutdræga viðhorf þeirra, en
í öðru lagi að hindra ekki samskipti þeirra og viðskipti við hinn stríðsaðilann.
bað leiðir af grundvallarreglu hlutleysisins um óhlutdrœgni gagnvart stríðs-
aðilum, að hlutlaust ríki má ekki veita öðrum stríðsaðila aðstoð, sem það
neitar hinum um, né heldur að valda öðrum stríðsaðila skaða, sem hinn gæti
haft gagn af. Af þessu leiðir, að hlutlaust ríki verður að hindra, að stríðsaðili
geti notað landssvæði þess og hráefni í þágu stríðsrekstursins. Hlutlausa ríkið
þarf ekki aðeins að koma í veg fyrir að barist sé á landssvæði þess og að her-
menn annars stríðsaðila leiti þar tímabundins skjóls, heldur einnig að annar
stríðsaðili geti flutt hermenn, hergögn og matvæli til hermanna sinna um
landssvæði hlutlausa ríkisins.
Slíkar reglur og margar fleiri voru í Haag-sáttmálanum frá 1907. f»eim
ríkjum, sem lýstu yfir hlutleysi á grundvelli hans, bar að haga sér í samræmi
við hann á stríðstímum.
Ýmsar tegundir hlutleysis
Oppenheim getur um ýmsar tegundir hlutleysis. Segir hann að í fyrsta lagi
þurfi að gera greinarmun á ævarandi hlutleysi og öðrum tegundum hlutleysis.
Að hans mati er œvarandi hlutleysi „hlutleysi ríkja sem gerð hafa verið hlut-
laus með sérstökum samningum eins og t. d. Sviss“3).
í öðru lagi telur Oppenheim að gera megi greinarmun á algjöru og takmörk-
uðu hlutleysi. Segir hann t. d. að hægt sé að lýsa hluta af landssvæði ríkis
hlutlaust, svo sem einstaka eyjar, þó að aðrir hlutar þess séu það ekki. Algjört
hlutleysi nái á hinn bóginn til alls landssvæðis ríkisins.
í þriðja lagi bendir Oppenheim á að greina megi á milli sjálfviljugs og samn-
ingsbundins hlutleysis. Sjálfviljugt hlutleysi er það, þegar ríki lýsir einhliða og
ótilkvatt yfir hlutleysi en tekur ekki upp hlutleysisstefnu sem afleiðingu af sér-
stökum milliríkjasamningi. Ríki sem tekur upp samningsbundið hlutleysi með
milliríkjasamningi er skyldugt að viðhalda hlutleysi sínu svo lengi sem samn-
ingurinn er í gildi. Sjálfviljug og einhliða hlutleysisyfirlýsing bindur ekki ann-
an aðila en þann sem hana gefur.
Fjórða tegund hlutleysis, sem Oppenheim getur um, er að greina megi á
milli vopnaðs og óvopnaðs hlutleysis. Vopnað hlutleysi er það, þegar hlutlaust
ríki byggir upp sterkan varnarher, eins og t. d. Svíþjóð, til þess að verja hlut-
leysi sitt, ef á það yrði ráðist, eða annar stríðsaðili reyni að nýta landssvæði
þess í þágu stríðsrekstursins4). Óvopnað hlutleysi eins og hlutleysi íslands var,
styðst ekki við neinn her eða vopnavald, sem grípa mætti til ef annar eða báðir
stríðsaðilar reyndu að notfæra sér landið við stríðsreksturinn.