Andvari - 01.01.1989, Page 207
ANDVARl
ÍSLENSK HLUTLEYSISSTEFNA
205
Einkenni íslenska hlutleysisins
Til þess að fullnægja skyldum sínum samkvæmt 19. grein sambandslaganna
réðst danska utanríkisþjónustan í það strax 4. desember 1918 að tilkynna
viðurkenningu Danmerkur á fullveldi íslands og að ísland hefði lýst yfir ævar-
andi hlutleysi og hefði engan gunnfána.
Af ljósritum af skjölum, sem skjalasafn danska utanríkisráðuneytisins hef-
ur látið mér í té,má sjá, að danska utanríkisþjónustan sendi samtals 32 slíkar
tilkynningar um hendur danskra sendiráða og ræðismannsskrifstofa erlendis
og fjórir fulltrúar erlendra ríkja í Kaupmannahöfn fengu tilkynninguna beint
frá utanríkisráðuneytinu þar í borg.
Það er fróðlegt að sjá viðbrögð viðtakenda við dönsku tilkynningunni um
fullveldi og hlutleysi íslands. Svarorðsending Arthur James Balfours utanrík-
isráðherra Breta til danska sendiherrans í London, Gravenkop Castenskjölds,
er t. d. fróðlegur lestur. Balfour segir svo í orðsendingu sinni, sem dagsett er
12. desember 1918:
„í orðsendingu yðar nr. 578 frá 10. þ. m. voruð þér svo vinsamlegir að
fræða mig á því að danska ríkisstjórnin hafi viðurkennt ísland sem fullvalda
ríki, en muni halda áfram að annast utanríkismál eyjunnar, sem hafi lýst yfir
ævarandi hlutleysi, og þér tilkynnið mér einnig um liti fána hinnar nýju ís-
lensku ríkisstjórnar.
Um leið og ég viðurkenni móttöku tilkynningar yðar er mér heiður að taka
fram að ríkisstjórn hans hátignar hefur tekið eftir innihaldi hennar“5).
Ljóst er af 19. grein sambandslaganna og framangreindum erindaskiptum,
að hlutleysi íslands 1918 var sjálfviljugt, einhliða, ósamningsbundið, algjört og
óvopnað. Þótt það væri kallað „ævarandi“ þá var það ekki svo í raun sam-
kvæmt alþjóðalögum, þar sem það var ósamningsbundið, en Oppenheim
bendir einmitt á ævarandi hlutleysi þurfi að byggjast á milliríkjasamn-
ingi, samanber hlutleysi Sviss.
Tilkynningu Dana um hlutleysi íslands var af móttakendum tekið sem væri
hún almennar upplýsingar. Hlutleysið er ekki formlega viðurkennt heldur
staðfestir t. d. breski utanríkisráðherrann aðeins, að hann hafi tekið eftir inni-
haldi orðsendingarinnar. Þar með skuldbindur hann Bretland á engan hátt til
þess að virða íslenska hlutleysisstefnu í framkvæmd ef til ófriðar komi, enda
kom á daginn 10. maí 1940, að Bretar viðurkenndu alls ekki íslenska hlutleys-
ið að alþjóðalögum. - Aðrir móttakendur tilkynningarinnar sem svöruðu
virðast hafa gert hið sama, þ. e. að viðurkenna móttöku á orðsendingunni og
segjast hafa tekið eftir innihaldi hennar.
Til samanburðar má geta þess, að hlutleysi Sviss var samningsbundið ævar-
andi hlutleysi að alþjóðalögum. Á grundvelli átta velda yfirlýsingarinnar á