Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1989, Page 207

Andvari - 01.01.1989, Page 207
ANDVARl ÍSLENSK HLUTLEYSISSTEFNA 205 Einkenni íslenska hlutleysisins Til þess að fullnægja skyldum sínum samkvæmt 19. grein sambandslaganna réðst danska utanríkisþjónustan í það strax 4. desember 1918 að tilkynna viðurkenningu Danmerkur á fullveldi íslands og að ísland hefði lýst yfir ævar- andi hlutleysi og hefði engan gunnfána. Af ljósritum af skjölum, sem skjalasafn danska utanríkisráðuneytisins hef- ur látið mér í té,má sjá, að danska utanríkisþjónustan sendi samtals 32 slíkar tilkynningar um hendur danskra sendiráða og ræðismannsskrifstofa erlendis og fjórir fulltrúar erlendra ríkja í Kaupmannahöfn fengu tilkynninguna beint frá utanríkisráðuneytinu þar í borg. Það er fróðlegt að sjá viðbrögð viðtakenda við dönsku tilkynningunni um fullveldi og hlutleysi íslands. Svarorðsending Arthur James Balfours utanrík- isráðherra Breta til danska sendiherrans í London, Gravenkop Castenskjölds, er t. d. fróðlegur lestur. Balfour segir svo í orðsendingu sinni, sem dagsett er 12. desember 1918: „í orðsendingu yðar nr. 578 frá 10. þ. m. voruð þér svo vinsamlegir að fræða mig á því að danska ríkisstjórnin hafi viðurkennt ísland sem fullvalda ríki, en muni halda áfram að annast utanríkismál eyjunnar, sem hafi lýst yfir ævarandi hlutleysi, og þér tilkynnið mér einnig um liti fána hinnar nýju ís- lensku ríkisstjórnar. Um leið og ég viðurkenni móttöku tilkynningar yðar er mér heiður að taka fram að ríkisstjórn hans hátignar hefur tekið eftir innihaldi hennar“5). Ljóst er af 19. grein sambandslaganna og framangreindum erindaskiptum, að hlutleysi íslands 1918 var sjálfviljugt, einhliða, ósamningsbundið, algjört og óvopnað. Þótt það væri kallað „ævarandi“ þá var það ekki svo í raun sam- kvæmt alþjóðalögum, þar sem það var ósamningsbundið, en Oppenheim bendir einmitt á ævarandi hlutleysi þurfi að byggjast á milliríkjasamn- ingi, samanber hlutleysi Sviss. Tilkynningu Dana um hlutleysi íslands var af móttakendum tekið sem væri hún almennar upplýsingar. Hlutleysið er ekki formlega viðurkennt heldur staðfestir t. d. breski utanríkisráðherrann aðeins, að hann hafi tekið eftir inni- haldi orðsendingarinnar. Þar með skuldbindur hann Bretland á engan hátt til þess að virða íslenska hlutleysisstefnu í framkvæmd ef til ófriðar komi, enda kom á daginn 10. maí 1940, að Bretar viðurkenndu alls ekki íslenska hlutleys- ið að alþjóðalögum. - Aðrir móttakendur tilkynningarinnar sem svöruðu virðast hafa gert hið sama, þ. e. að viðurkenna móttöku á orðsendingunni og segjast hafa tekið eftir innihaldi hennar. Til samanburðar má geta þess, að hlutleysi Sviss var samningsbundið ævar- andi hlutleysi að alþjóðalögum. Á grundvelli átta velda yfirlýsingarinnar á
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.