Andvari - 01.01.1989, Blaðsíða 209
ANDVARI
ÍSLENSK HLUTLEYSISSTEFNA
207
Hagnýt prófun á hlutleysi sem öryggisstefnu
Strax í byrjun seinni heimsstyrjaldar fór fram víötæk prófun á gildi hlutleysis
sem öryggisstefnu ríkja.
Þjóðverjar réðust inn í Pólland 1. september 1939, daginn eftir að æðsta ráð
Sovétríkjanna samþykkti griða- og vináttusamning Hitlers og Stalíns sem
utanríkisráðherrarnir Ribbentrop og Molotov undirrituðu að loknum samn-
ingaviðræðum í Moskvu 23. ágúst 1939. Styrjöldin var hafin. Nú
mundi það koma í ljós, hvert hald yrði í hlutleysisyfirlýsingu íslands, og hlut-
leysisstefnu yfirleitt sem öryggisstefnu ríkja á ófriðatímum.
Ríkisstjórn Hermanns Jónassonar vildi framkvæma hlutleysisstefnuna með
því að sýna í verki fyllstu óhlutdrægni í samskiptum sínum við stríðsaðila.
Daginn eftir að styrjöldin hófst gáfu ríkisstjórnir Norðurlanda út tilkynningu
um „þann ásetning sinn að gæta algers hlutleysis í ófriði þeim, sem nú hefur
brotist út“, en í tilkynningu íslensku ríkisstjórnarinnar frá 2. september 1939
er jafnframt vísað til fyrri tilkynningar um ævarandi hlutleysi íslands. Síðar
segir:
„Hlutleysisákvæðin í yfirlýsingunni frá 27. maí 1938 milli íslands, Dan-
merkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar, samanber tilskipun frá 14. júní 1938
(auglýsingu nr. 102) ganga því nú þegar í gildi.“
Norræna hlutleysisyfirlýsingin, sem vitnað er til, var upphaflega undirrituð
í Stokkhólmi 27. maí og birt á íslandi 14. júní 1938. Hún er í meginatriðum
byggð á hlutleysisyfirlýsingu norrænu ríkjanna frá 1912, en grundvöllur henn-
ar er hlutleysisákvæði Haag-sáttmálans frá 1907, þar sem skilgreindar eru
ýmsar grundvallarreglur um hlutleysi, sem ísland og Norðurlöndin vildu nú að
kæmu í framkvæmd og fjallað var nokkuð um hér að framan7).
Ríkisstjórnin hafði þegar sýnt vilja sinn til þess að framkvæma hlutleysis-
stefnuna í mars 1939, þegar sendinefnd frá Þýskalandi kom til íslands á vegum
Lufthansa, vildi gera loftferðasamning og hefja síðan áætlunarflug milli ís-
lands og Þýskalands.
Þessi ósk Þjóðverja byggðist á því, að öld flugsins var upprunnin, að frá ís-
landi mátti verja eða trufla sjósamgöngur stríðsaðila á Norður-Atlantshafi og
fylgjast með veðurfari vegna flugs og siglinga um Norður-Atlantshafið. Þetta
varð æ augljósara eftir að orrustan um Atlantshafið hófst í síðari heimsstyrj-
öldinni.
Ríkisstjórn Hermanns Jónassonar hafnaði ósk Þjóðverja um gerð loftferða-
samnings. Þessi neitun vakti heimsathygli vegna þess, að á mánuðunum fyrir
stríðsbyrjun fékk Adolf Hitler yfirleitt það, sem hann krafðist frá flestum
ríkjum, jafnvel þeim sem litið var á sem stórveldi. En í augum íslensku ríkis-
stjórnarinnar hefði verið hægt að líta á leyfið fyrir þýska Lufthansa til flug-