Andvari - 01.01.1989, Page 211
ANDVARI
ÍSLENSK HLUTLEYSISSTEFNA
209
ekki væri mögulegt fyrir Breta að undirrita viðskiptasamning við íslendinga
nema því aðeins, að þeir hættu öllum viðskiptum við Þjóðverja9).
Hlutleysisstefnan sem öryggisstefna átti fyrir sér frekari prófraunir. Þjóð-
verjar gerðu innrás í Danmörku og Noreg 9. apríl 1940. Hið danska og norska
hlutleysi reyndist engin vörn. Á sama hátt varð ljóst, að hlutleysi veitti Belg-
íu, Hollandi og Luxemborg enga vörn. Þýski herinn gerði innrás í þau öll 10.
maí 1940. Hlutleysi Finnlands hlaut sömu örlög nokkru fyrr, eða 30. nóvem-
ber 1939, þegar Sovétríkin gerðu innrás í Finnland á landi, sjó og í lofti án
stríðsyfirlýsingar.
Bretar reyna að fá íslendinga til að biðja um vernd
Á meðan Sveinn Björnsson sendiherra dvaldist enn í London vegna við-
skiptaviðræðna snemma í desember 1939 barst honum boð um að koma í við-
tal við yfirmann norðurlandadeildar utanríkisráðuneytisins, Collier að nafni.
Skýrði Collier Sveini Björnssyni svo frá, að Halifax utanríkisráðherra hefði
beðið sig að tala við Svein í algjörum trúnaði um mjög mikilvægt mál.
Sveinn Björnsson sagðist vegna embættis síns ekki geta lofað að leyna
ríkisstjórn sína mikilvægum atriðum, sem fram kynnu að koma. Að öðru
leyti sagðist hann lofa að fara með málið sem leyndarmál. Þá spurði Collier
sendiherrann um hans persónulegu skoðun á því, hver afstaða íslendinga
mundi verða, ef Þjóðverjar gerðu innrás í Danmörku.
í samtalinu varð Sveini Björnssyni ljóst, að Bretar höfðu þá þegar fjórum
mánuðum fyrir innrásina í Danmörku fengið njósn af áætlun Þjóðverja um
hana. í viðtalinu samþykkti Collier, að Sveinn Björnsson skýrði Hermanni
Jónassyni forsætisráðherra frá samtalinu og efnisinnihaldi þess og leitaði álits
hans. Skilningur Sveins Björnssonar var sá, að það sem fyrir Bretum raun-
verulega vekti væri að fá íslendinga til þess að biðja um breska hervernd, ef
Þjóðverjar gerðu innrás í Danmörku. Þetta sagði hann Hermanni Jónassyni.
Síðar fékk hann tækifæri til þess að taka fram, að íslendingar hefðu ekki ósk-
að eftir breskri hervernd, myndu ekki biðja um hana, en halda áfram að fram-
kvæma hlutleysisstefnu sína10).
Vegna skýrslu Sveins Björnssonar sendiherra í desember 1939, þegar hann
var enn í viðskiptaviðræðunum við Breta, kom innrás Þjóðverja í Danmörku
9. apríl 1940 íslensku ríkisstjórninni ekki á óvart.
14