Andvari - 01.01.1989, Síða 212
210
HANNES JÓNSSON
ANDVARI
Konungsvaldid flutt frá Danmörku til íslands
Ljóst var af yfirlýsingum forystumanna stjórnmálaflokkanna á Alþingi árið
1928 og af þingsályktun, sem Alþingi samþykkti 1937, að íslendingar hugsuðu
sér að nýta uppsagnarákvæði sambandslaganna svo fljótt sem löglegt væri. Af
þessu leiddi, að sá möguleiki gæti verið fyrir hendi að stofna lýðveldi á íslandi
1943 eða 1944. Hernám Danmerkur 9. apríl 1940 olli því, að ísland varð að
taka öll sín mál í eigin hendur fyrr en ráð var fyrir gert. Á næturfundi Alþingis
10. apríl 1940 lagði Hermann Jónasson forsætisráðherra fram tvær tillögur til
þingsályktunar.
Hin fyrri hljóðaði þannig:
„Með því að ástand það, sem nú hefur skapast, hefur gert konungi íslands
ókleift að fara með vald það, sem honum er fengið í stjórnarskránni, lýsir Al-
þingi yfir því, að það felur ráðuneyti íslands að svo stöddu meðferð þessa
valds"u).
Síðari tillagan hljóðaði svo:
„Vegna þess ástands, er nú hefur skapast, getur Danmörk ekki rækt umboð
til meðferðar utanríkismála íslands samkvæmt 7. grein dansk-íslenskra sam-
bandslaga né landhelgisgæslu samkvæmt 8. grein téðra laga, og lýsir Alþingi
þess vegna yfir því, að ísland tekur að svo stödd meðferð mála þessara að öllu
leyti í sínar hendur“12).
Með þessum tveimur þingsályktunartillögum var æðsta vald ríkisins, sem
konungurinn hafði farið með, yfirfært á ríkisstjórn íslands og fór forsætisráð-
herra með það fyrst um sinn eða þar til ríkisstjóri var kjörinn. Einnig tóku ís-
lendingar í sínar hendur meðferð allra mála, sem Danir höfðu áður farið með
fyrir íslendinga, þar á meðal utanríkisþjónustu og landhelgisgæslu.
Bretar reyna enn aðfá íslendinga til að láta af hlutleysisstefnunni
Daginn áður en Alþingi samþykkti þessar tvær sögulegu þingsályktunartillög-
ur hafði breski aðalræðismaðurinn í Reykjavík komið að máli við Stefán Jó-
hann Stefánsson utanríkisráðherra og tilkynnt honum í trúnaði, að með tilliti
til þýsku innrásarinnar í Noreg og Danmörku, óttaðist breska ríkisstjórnin
um öryggi íslands. Ennfremur tók aðalræðismaðurinn fram, að breska ríkis-
stjórnin væri ákveðin í að hindra, að ísland hlyti sömu örlög og Danmörk.
Aðalræðismaðurinn benti einnig á, að það kynni að kosta, að Bretar fái
vissa aðstöðu á íslandi. Síðan segir í orðsendingunni, að breska ríkisstjórnin
vænti þess, að íslenska ríkisstjórnin muni í þágu íslenskra hagsmuna veita um-