Andvari - 01.01.1989, Qupperneq 213
ANDVARI
ÍSLENSK HLUTLEYSISSTEFNA
211
beðna aðstöðu svo fljótt sem breska ríkisstjórnin kunni að þarfnast hennar.
Loks segir í orðsendingunni, að breska ríkisstjórnin vænti þess, að íslenska
ríkisstjórnin „muni yfir höfuð ljá samvinnu sína við bresku ríkisstjórnina sem
hernaðaraðili og bandamaður“13).
Hermann Jónasson forsætisráðherra svaraði orðsendingu breska aðalræðis-
mannsins frá 9. apríl 1940 tveim dögum síðar og segir svo í orðsendingu hans
11. apríl:
„íslenska ríkisstjórnin hefur tekið erindi yðar nr. 3, dagsett 9. þ. m. til
skjótrar athugunar, og leyfir sér hér með að tjá yður eftirfarandi:
íslenska ríkisstjórnin er nú sem fyrr þakklát og glöð yfir vináttu bresku
þjóðarinnar og áhuga bresku ríkisstjórnarinnar fyrir því, að íslandi megi vel
farnast í þeim mikla hildarleik, sem nú er háður.
Aðstaða íslands er hins vegar sú, að þegar sjálfstæði fslands var viðurkennt
1918, lýsti það yfir ævarandi hlutleysi og er auk þess vopnlaust. ísland vill því
hvorki né getur tekið þátt í hernaðarlegum aðgerðum eða gert bandalag við
nokkurn hernaðaraðila.
Pótt ríkisstjórn íslands dyljist ekki, að íslenska þjóðin er þess ekki megnug
að verja hlutleysi sitt, vill hún taka það skýrt fram, að hún mun mótmæla
hvers konar aðgerðum annarra ríkja, sem í kunna að felast brot á þessari yfir-
lýstu stefnu. Ríkisstjórnin lætur í ljós þá einlægu von, að með því að fylgja
reglum ýtrasta hlutleysis, verði komist hjá allri hættu á skerðingu á því.
Um leið og ríkisstjórnin hefur nú svarað áðurnefndu erindi yðar, með ósk
um, að svarið verði eins fljótt og mögulegt er kunngert breska utanríkismála-
ráðherranum, vil ég að endingu láta í ljós þá einlægu von mína, að breska
ríkisstjórnin muni taka þessari ákvörðun ríkisstjórnarinnar með velvilja og
skilningi“14).
Ríkisstjórn íslands trúði greinilega enn á hlutleysisstefnuna sem varnar- og
öryggisstefnu, tveim dögum eftir að Þjóðverjar virtu að vettugi hlutleysis-
stefnu Danmerkur og réðust inn í landið.
Bresk innrás og hernám
Lokaprófið um það, hversu mikið öryggi hlutleysisstefnan myndi veita smá-
ríki sem íslandi, var ekki langt undan. Spurningin var: Myndu þarfir stríðs-
rekstursins og hugsanlega bætt hernaðaraðstaða verða mikilvægari við
ákvörðunartöku stríðsaðila um afstöðuna til íslands en virðing þeirra fyrir
hlutleysisstefnu smáríkisins?
Svarið felst í innrás Breta á ísland og hertöku þess 10. maí 1940. ísland gat
ekki vænst neins öryggis af hlutleysisstefnu sinni miðað við aðstæður stríðs-
rekstursins, enda hafði Bretland ekki gefið yfirlýsingu um að það viðurkenndi