Andvari - 01.01.1989, Page 215
ANDVARI
ÍSLENSK HLUTLEYSISSTEFNA
213
Grundvallarreglu hlutleysisins um óhlutdrægni í samskiptum við stríðsaðila
var varpað fyrir borð undir breskri ógnun vegna hernámsins. Miðað við að-
stæður átti ísland ekki annan valkost. Ytri aðstæður höfðu þannig þröngvað
upp á þjóðina virkri samvinnu við annan stríðsaðilann. Hlutleysið var í orði
en ekki á borði eftir breska hernámið í maí 1940.
Fylgi við hlutleysið minnkar
Eftir hernámið byrjuðu hlutleysisviðhorf íslendinga að breytast smátt og
smátt. Mönnum varð ljóst, að stríðsvél Hitlers hefði getað reynt að hernema
ísland eins og Danmörku og Noreg, ef Bretar hefðu ekki orðið fyrri til. Þróun
mála varð því sú, að íslenska ríkistjórnin og íslenska þjóðin tóku að hafa ým-
iss konar samvinnu við hernámsliðið. Benedikt Gröndal fyrrverandi forsæt-
is- og utanríkisráðherra rekur nokkuð þróun þessara mála í bók sinni Stormar
og stríð. Þar segir m.a.:
„Innan skamms tókst gott samstarf milli bresku hersveitanna og íslenskra
yfirvalda. Var látið af öllum tilraunum til að viðhalda hlutleysi eða starfa í
anda þeirra mótmæla, sem borin voru fram gegn hernáminu. Opinber vinnu-
miðlunarskrifstofa réð landsmenn til vinnu fyrir setuliðið. Verkalýðsfélög
höfðu milligöngu um greiðslu vinnulauna, og Tryggingastofnun ríkisins
tryggði verkafólkið. Staðsetningu Reykjavíkurflugvallar var að vísu mótmælt
í fyrstu, en síðar gaf ríkisstjórnin út bráðabirgðalög um eignarnám þess lands,
sem Bretar þurftu til vallargerðarinnar. Þá sigldu íslensk skip til Bretlands
með fisk í trássi við hafnbann Þjóðverja og þrátt fyrir tilfinnanlegt manntjón.
Allt var þetta fjarri anda hlutleysis og harla ólíkt viðhorfi hernumdu þjóðanna
á meginlandi Evrópu til Þjóðverja“16).
Stríðsfórnir íslendinga voru tiltölulega miklar vegna matvælaöflunarinnar
fyrir Breta. Dr. Gylfi Þ. Gíslason fyrrverandi viðskipta- og menntamálaráð-
herra hefur tekið þetta saman og sýnir fram á það í bók sinni The Problem of
being an Icelander að stríðsfórnir íslendinga hafi t. d. orðið tiltölulega meiri
en Bandaríkjamanna. Hann segir:
„Á stríðsárunum fórust 352 íslendingar vegna hernaðaraðgerða gegn þeim.
Miðað við íbúafjölda íslands 1940 þýðir þetta að einn maður hafi farist af
völdum stríðsins af hverjum 345 íslendingum. Til samanburðar má geta þess,
að 292.100 Bandaríkjamenn féllu í síðari heimsstyrjöldinni. Það samsvarar
einum manni af hverjum 450, ef íbúatala Bandaríkjanna árið 1940 er lögð til
grundvallar“17).
Hin margvíslega starfsemi íslendinga í þágu Breta eftir hernámið 10. maí
var ekki í samræmi við hlutleysisstefnuna. Á hitt er þó að líta, að íslenska