Andvari - 01.01.1989, Blaðsíða 216
214
HANNES JÓNSSON
ANDVARI
ríkisstjórnin hafði mótmælt innrásinni og hernáminu bæði sem broti gegn
hlutleysisstefnunni og einnig sem broti gegn fullveldi og sjálfstæði íslands.
Undir bresku hernámi gat ísland ekki breytt sem fullkomlega frjálst og sjálf-
stætt ríki, þegar Bretum var látin í té hin margvíslega aðstaða og þjónusta.
Pað má því ekki túlka sem endalok íslenskrar hlutleysisstefnu. f*au voru þó
ekki langt undan.
Vegna hins mikla tjóns á mönnum og skipum af völdum þýska flotans gegn
óvopnuðum íslenskum fiskiskipum, sem rufu þýska hafnbannið með því að
flytja mikilvæga neysluvöru til Bretlands, breyttist afstaða íslensku ríkis-
stjórnarinnar og almennings í landinu. Tekin var ótvíræð afstaða með vest-
rænu lýðræðisríkjunum í stríði þeirra við Möndulveldin.
Vaxandi áhugi Bandaríkjanna á íslandi
Frá sjónarmiði Breta var hernaðarlegt mikilvægi íslands svo mikið, að undir
engum kringumstæðum myndu þeir aðgerðalaust hafa látið ísland verða fyrir
sömu örlögum og Danmörk og Noreg. Þetta var í raun sagt um-
búðalaust í dreifiriti R. G. Sturges, yfirforingja, 10. maí 1940: „Þessar ráð-
stafanir hafa verið gerðar bara til þess að taka sem fyrst nokkrar stöður og
verða á undan Þjóðverjum“18\
Á því er ekki minnsti vafi, að hernaðarlegt mikilvægi íslands var ekki
minna í augum Þjóðverja en Breta. Þessir tveir aðalmótherjar í stríðinu voru
ekki heldur þeir einu, sem höfðu komið auga á hernaðarlegt mikilvægi
íslands. Þegar stríðið dróst á langinn byrjuðu Bandaríkin einnig að gefa ís-
landi meiri gaum og hernaðarlegri þýðingu þess fyrir Bandaríkin sjálf. Bene-
dikt Gröndal skýrir frá því í bók sinni Stormar og stríð að í byrjun nóvember
1940 hafi Thor Thors, þáverandi aðalræðismaður í New York, sent íslensku
ríkisstjórninni skýrslu um Monroe-kenninguna og „bent þar á hugsanlega
vernd Bandaríkjanna íslandi til handa vegna þess hættuástands, sem hafði
skapast í Evrópu“19).
Aðrar heimildir benda líka til þess, að þegar 1940 hafi hernaðarlegt mikil-
vægi íslands fyrir Bandaríkin verið rannsakað rækilega. Kemur þetta m. a.
fram í skýrslu Sveins Björnssonar, sem hann afhenti Stefáni Jóhanni Stefáns-
syni utanríkisráðherra í júlí 1940. í trúnaðarskýrslu þessari skýrir Sveinn
Björnsson frá samtölum, sem hann átti við Bertil E. Kuneholm aðalræðis-
mann Bandaríkjanna í Reykjavík og Howard Smith sendiherra Breta. Fram-
hald þeirra mála varð, að hinn 18. desember 1940 kom Kuneholm aðalræðis-
maður til Stefáns Jóhanns Stefánssonar og skýrði m. a. frá því, að Bandaríkin
myndu taka að sér að sjá íslandi fyrir hervernd, ef formleg beiðni kæmi um
það frá ríkisstjórninni samkvæmt ályktun Alþingis.20)
Stefán Jóhann skýrir einnig frá því, að aðalræðismaðurinn hafi fylgt þessu