Andvari - 01.01.1989, Síða 219
ANDVARI
ÍSLENSK HLUTLEYSISSTEFNA
217
bandarískir stjórnmálaforingjar því enn fram, að aðaltilgangur laganna væri
„að treysta varnir Bandaríkjanna“25)
Ljóst er, af láns- og leigukjaralögunum, svo og af útnefningu Harrimans
sem sérstaks fulltrúa Bandaríkjaforseta til breska forsætisráðherrans í því
augnamiði að sjá um afgreiðslu aðstoðarinnar til Breta, að Bandaríkin voru
ekki lengur óhlutdræg í stríðinu, enda þótt þau væru að forminu til hlutlaust
ríki vorið 1941. Bandaríkjaforseti virtist ákveðinn í að gera allt sem hann gæti
til þess að hjálpa Bretum í stríðsrekstrinum gegn Þýskalandi, án þess þó að
taka beinan þátt í stríðsátökunum sjálfum. Lfm þetta leyti stóð því líkt á með
framkvæmd hlutleysisstefnu Bandaríkjanna og íslands. Bæði ríkin voru að
formi til hlutlaus, en í raun hlutdræg gagnvart stríðsaðilunum.
ísland - hernaðarlega mikilvæg varnarstöð fyrir Ameríku
Því meiri sem áhugi Bandaríkjamanna varð á að láta Bretum í té vopn og vist-
ir vegna stríðsrekstursins, þeim mun meiri varð áhugi þeirra á að treysta ör-
yggi siglingaleiðanna um Atlantshafið. Þar með óx líka áhugi þeirra á hern-
aðarlegu mikilvægi íslands.
Þegar Averell Harriman átti 1. mars 1941, nokkrum dögum áður en hann
fór frá Washington til Bretlands, viðtal við Henry L. Stimson hermálaráð-
herra Bandaríkjanna benti Stimson honum á mikilvægi íslands í sambandi við
siglingaleiðina um Norður-Atlantshafið. í frásögn Harrimans af samtalinu
segir svo:
„Mikilvægasta viðfangsefnið taldi hann vera að verja flutningaleiðina til
Bretlands. Samkvæmt minnisblöðum Harrimans um viðræðurnar sagði
Stimson, að hann væri reiðubúinn til þess að draga línu suður frá Grænlandi
eða íslandi og láta síðan bandaríska flotann fylgja og verja bæði bresk og
amerísk kaupskip svo langt út í Atlantshafið. Ef þýskir kafbátar eða herskip
færu vestur fyrir mið-Atlantshafslínuna, bæri að herja á þau. Hann hélt því
fram, að Hitler hefði brotið öll alþjóðalög með árásum sínum og yfirgangi í
Evrópu og að samkvæmt því yrðu Bandaríkin að telja sig hafa frjálsar hendur
til þess að verja sína eigin hagsmuni“26).
Augljóst er, að þetta voru ekki orð hlutlauss hermálaráðherra. Eftir því
sem Harriman segir í minningum sínum, ákvað Roosevelt forseti „að Banda-
ríkin mundu færa út öryggis- og varnarsvæði sitt meira en hálfa leið yfir At-
lantshafið út að 26. gráðu vesturlengdar“27). Tilkynnti hann Winston Chur-
chill þessa ákvörðun sína 11. apríl 1941.
Roosevelt lét þó ekki þar við sitja. Hann færði enn út öryggis- og varnar-
svæði Bandaríkjanna aðeins tveim vikum síðar. „24. apríl 1941, þegar forset-
inn var að skoða landabréf í National Geographic tímaritinu með Hopkins,