Andvari - 01.01.1989, Page 220
218
HANNES JÓNSSON
ANDVARI
ákvað forsetinn að færa út eftirlitssvæði Bandaríkjanna með því að draga línu
eftir 26. gráðu vesturlengdar og beygja hana skarplega til þess að allt ísland
yrði innan hennar‘,28\
Hinn 24. apríl 1941 var ísland þannig fellt inn í öryggis- og varnarsvæði
Bandaríkjanna. Eftir því sem ég best veit var þetta gert án vitundar íslensku
ríkisstjórnarinnar.
Eftir þetta höfðu ytri aðstæður stríðsrekstursins æ meiri áhrif á þróun hlut-
leysisstefnu íslands og sveigðu íslendinga til skarpari stefnubreytingar frá
hlutleysi til virkrar samvinnu í öryggis- og varnarmálum við vestrænar lýð-
ræðisþjóðir. Þessi íslenska sveifla í utanríkis- og öryggismálum verður best
skilin í ljósi örlagaríkra atburða stríðsrekstursins, sem höfðu bæði bein og
óbein áhrif á stöðu íslands í síðari heimsstyrjöldinni.
Mikilvœgi íslands í herstjórnarstöðu frá miðju ári 1941
í dögun 22. júní 1941 urðu Adolf Hitler á mestu mistök í herstjórnarlist sinni.
Þá sendi hann heri sína gegn Sovétríkjunum. Jósef Stalín og nánustu sam-
starfsmenn hans í Kreml voru með öllu óviðbúnir. Sama gilti um Rauða
herinn. Kremlverjar og Rauði herinn áttu sér einskis ills von frá Þjóðverjum
vegna gildandi milliríkjasamnings Þýskalands og Sovétríkjanna.
Sagt er að Stalín hafi með góðum fyrirvara fengið upplýsingar og viðvaranir
frá alls 84 njósnurum og útvörðum vegna „Barbarossa“, sem var þýska dul-
nefnið á innrásinni í Sovétríkin. Stalín skellti skolleyrum við öllum þessum
viðvörunum. Hann hélt því fram, að þetta væru gildrur „lævíslega útbúnar til
þess að draga hann óviðbúinn inn í stríðið. Stalín var sannfærður um, að Hitl-
er mundi ekki hefja árás án þess að setja fyrst fram úrslitakosti. En engir úr-
slitakostir voru settir“, eins og Averell Harriman segir réttilega í minningum
sínum29).
Ljóst er, að Stalín treysti betur á varanleik Molotov-Ribbentrop sáttmálans
en Hitler gerði. Afleiðingin varð sú, að leifturárás Þjóðverja á Sovétríkin kom
Rússum ekki minna á óvart heldur en Bandaríkjamönnum árás Japana á
Pearl Harbor á sínum tíma.
Leiftursókn Þjóðverja inn í Sovétríkin skilaði, eins og aðrar skyndiárásir
vígvéla Þjóðverja á óviðbúnar þjóðir, geysilegum árangri þegar í upphafi.
Þýski flugherinn var kominn á loft fyrir sólarupprás, réðst á Rauða flugherinn
óviðbúinn og eyðilagði rússneskar herflugvélar í hundraðatali þar sem þær
stóðu á rússneskum flugvöllum. Brynvarðar hersveitir óku með miklum hraða
langt inn í Rússland og eyddu bæjum og borgum. Þær umkringdu og eyði-
lögðu hluta af Rauða hernum, sem óviðbúinn brást til varnar hinni óvæntu
innrás. Stalín og samstarfsmenn hans trúðu varla skýrslum um hið hrikalega