Andvari - 01.01.1989, Síða 222
220
HANNES JÓNSSON
ANDVARI
Harry Hopkins fór til Moskvu í ágúst 1941 og Harriman og Beaverbrook í
október" til þess að ræða við Stalín um hvað þeir gætu gert til þess að hjálpa
Sovétríkjunum í baráttunni við Pjóðverja32).
Harriman rifjar það upp í endurminningum sínum, hvernig Stalín hafi fyrir
sitt leyti metið styrkleika þýsku og sovésku herjanna. Hann sagði, að þýski
flugherinn hafi haft yfirburði í hlutfallinu 3:2 yfir sovéska flughernum og yfir-
burðir í»jóðverja í skriðdrekum hefðu verið í hlutfalli 4:1. Að mati Stalíns
hafði óvinurinn 320 herdeildir á landi, Rússar 280. Mest aðkallandi þarfir
Sovétríkjanna voru að snúa við yfirburðaherstyrk Þjóðverja með því að Rúss-
ar fengju fleiri skriðdreka frá Vesturveldunum, skotvopn gegn skriðdrekum,
miðlungsdrægar sprengjuvélar, loftvarnabyssur, skotheldar stálplötur, orr-
ustu- og njósnaflugvélar, og það sem mest lá á: 4000 tonn af gaddavír á mán-
uði33).
Allan þennan varning fékk Stalín á sínum tíma frá Bandaríkjunum. 2. októ-
ber 1941 undirrituðu Averell Harriman og V. M. Molotov bráðabirgðasam-
komulag í Moskvu. Samkvæmt því mundu Bandaríkin láta Sovétríkjunum í
té miklar birgðir hergagna og mánuði síðar eða 7. nóvember 1941 bætti
Roosevelt Sovétríkjunum á lista ríkja, sem veita mætti láns- og leigukjaraað-
stoð. Hann lýsti því þá yfir formlega, að „varnir Sovétríkjanna hafi grundvall-
arþýðingu fyrir varnir Bandaríkjanna“ og „skýrir frá því, að hann hafi lofað
1000 milljón dollurum í láns- og leigukjaraðstoð til Sovétríkjanna“. Endan-
legar afgreiðslur Bandaríkjamanna voru miklar. Að verðmæti námu þær um
11.000 milljón dollurum... Sovétríkin fengu frá Bandaríkjunum 6.800 skrið-
dreka, 13.300 flugvélar, 1.000 járnbrautir, 406.000 bifreiðir, 2.000.000 tonn af
stáli, 11.000.000 pör af skóm o. fl., enda þótt lítið af þessum birgðum næðu
til Sovétríkjanna á árinu 1941, meira 1942, og mest af því á árunum 1943 og
194434).
Bandarískar varnarstöðvar á íslandi og Grœnlandi
Það var í sveiflum og sviftingum hinnar öru atburðarásar stríðsins á árinu
1941, að Bandaríkin sýndu æ meiri áhuga á hernaðarlegu mikilvægi íslands og
Grænlands. í apríl 1941 gerði Franklin D. Roosevelt Bandaríkjaforseti samn-
ing við danska sendiherrann í Washington, Henrik Kauffmann, varðandi
amerískar varnarstöðvar á Grænlandi.í framhaldi af því fól forsetinn tveimur
af nánustu ráðgjöfum sínum, Harry Hopkins og Sumner Wells, að taka upp
viðræður við Thor Thors, aðalræðismann íslands. Könnunarviðræður þessar
fóru fram í svefnherbergi og skrifsstofu Hopkins í Hvíta húsinu og tók Sumn-
er Wells þátt í þeim, ásamt Thor Thors. Fóru þær svo leynt, „að sjálfur utan-