Andvari - 01.01.1989, Síða 223
ANDVARI
ÍSLENSK HLUTLEYSISSTEFNA
221
ríkisráðherra Bandaríkjanna, Cordell Hull, og sendiherra Breta, sem var
Halifax lávarður, vissu ekki um þær fyrr en löngu síðar. Er það eitt dæmi um
mikilvægi íslands í framvindu styrjaldarinnar þetta vor, að öll bandarísk og
bresk afskipti af landinu voru í höndum Roosevelts og Churchills sjálfra.
„Hinn 7. maí flutti Halifax bandarísku stjórninni skýrslu þess efnis, að
hætta væri á innrás Þjóðverja í ísland. Voru ráðamenn í Washington þeirrar
skoðunar, að þessi hætta væri alvarleg og yfirvofandi. Hitler hafði unnið mikla
sigra á Balkanskaga þetta vor og var þess nú beðið, hvert mundi vera næsta
skref hans. Töldu margir, að það yrði innrás í Bretland og um leið í ísland“35).
En Hitler taldi Rússa betri bráð og auðunna og sendi þýska herinn í helför
sína gegn Sovétríkjunum 22. júní 1941. Áður en Hitler gerði sína stóru her-
stjórnarskyssu eða um miðjan maí 1941 ákvað Roosevelt að bjóðast til að
taka við vörnum íslands af Bretum. Hann tilkynnti Churchill þessa ákvörðun
sína og fékk svar frá Churchill 29. maí, þar sem forsætisráðherrann fagnar
því, að Bandaríkjamenn séu reiðubúnir til þess að taka við vörnum íslands
eins fljótt og unnt er.
Af fyrri orðsendingum stjórnarerindreka Bandaríkjanna og íslands var þó
vitað, að Bandaríkin töldu sig ekki geta tekið að sér varnir íslands nema því
aðeins, að íslendingar bæðu um það sjálfir. Þótt samkomulag væri þannig á
milli Bandaríkjanna og Breta, stóð nú þolandi samkomulagsins, íslenska
ríkisstjórnin, frammi fyrir þeim vanda að ákveða að varpa formlega frá sér
hinu sjálfviljuga og óvopnaða hlutleysi sínu. Stjórnin átti þess kost að gera
þríhliða samning við Breta og Bandaríkjamenn um, að Bandaríkjamenn yfir-
tækju smátt og smátt og loks alveg varnarhlutverk Breta á íslandi. Ekki að-
eins íslensk hlutleysisstefna, heldur einnig öll varnar- og öryggisstefna íslands
var því á krossgötum í sumarbyrjun 1941.
Formleg endalok hlutleysisstefnunnar
Breski sendiherrann í Reykjavík, Howard Smith, kom á fund Hermanns
Jónassonar forsætisráðherra 24. júní 1941, tveim dögum eftir innrás Þjóðverja
í Rússland. Skýrði hann svo frá, að þörf væri fyrir breska herliðið á íslandi
annars staðar. Jafnframt lagði hann áherslu á, hve mikilvægt væri, að nægileg-
ar varnir væru á íslandi. Benti hann á yfirlýsingu forseta Bandaríkjanna um,
að hann teldi nauðsynlegt að gera ráðstafanir til að tryggja öryggi þjóða
þeirra, sem á vesturhvelinu eru. Ein af þeim ráðstöfunum væri sú, að mati
forsetans, að veita aðstoð við að verja ísland. Breski sendiherrann sagði enn-
fremur, að sér væri kunnugt um að Bandaríkjaforseti væri reiðubúinn að
senda tafarlaust herlið til íslands frá Bandaríkjunum til að bæta við og koma