Andvari - 01.01.1989, Side 224
222
HANNES JÓNSSON
ANDVARI
að lokum í stað breska hersins á íslandi. Þetta taldi forsetinn sig þó ekki geta
gert nema því aðeins, að tilmæli um það bærust frá íslensku ríkisstjórninni.
Það var ekki erfitt fyrir ríkisstjórnina að fallast á þessa tillögu. í júní 1941
voru Bandaríkin enn að forminu til hlutlaust ríki, enda þótt þau væru ekki
óhlutdræg. Sama gilti um ísland. Bandarískt herlið mundi koma til íslands á
grundvelli milliríkjasamnings. Breska hernáminu yrði aflétt og breska her-
námsliðið mundi hverfa af landinu smátt og smátt eftir því sem Bandaríkja-
menn tækju við vörnunum. Þannig mundi skipt á innrásar- og hernámsliði
Breta og varnarher frá formlega hlutlausu ríki. í milliríkjasamningi um skipt-
in mundi ísland hafa möguleika til þess að setja fram ákveðnar kröfur og skil-
yrði sem fullvalda ríki. Samningur þess yrði að vísu ójafn samningur, þar sem
ísland yrði að semja undir bresku hernámi og hinn væntanlegi milliríkjasamn-
ingur var hugsaður þríhliða, annars vegar milli íslendinga og Breta, hins vegar
milli íslands og Bandaríkjanna.
íslenska ríkisstjórnin hikaði ekki við að gera þennan milliríkjasamning. Á
eina hlið fóru fram erindaskipti 1. júlí 1941 milli Hermanns Jónassonar for-
sætisráðherra og Roosevelts forseta, um að fela Bandaríkjunum hervernd
íslands. Hins vegar fóru fram erindaskipti milli Hermanns Jónassonar og
breska sendiherrans í Reykjavík, Howards Smith, 1. og 8. júlí.
í samræmi við þetta þríhliða samkomulag sigldi bandarískur skipafloti inn
Faxaflóa um miðjan dag 7.júlí 1941. Um kvöldið hélt forsætisráðherra ræðu
í Ríkisútvarpið, þar sem hann skýrði aðdraganda samkomulagsins og kynnti
orðsendingarnar36).
Tveim dögum síðar, eða 9. júlí, kom Alþingi saman á sérstakan fund. Á
fundi Sameinaðs Alþingis 10. júlí 1941 var þríhliða samkomulagið samþykkt
með 39 atkvæðum gegn 3.
Þar með var formlega endi bundinn á hlutleysisstefnu íslands.
Lokaorð
Ljóst er, að fyrir Bandaríkjamenn og Breta var þríhliða samkomulagið fyrst
og fremst áhugavert vegna hernaðarlegs mikilvægis íslands. Öryggishagsmun-
ir bandamanna sýndu þörf þeirra fyrir að hafa varnarstöðvar á íslandi, bæði
til þess að nýta þær til varnar skipalestunum frá Bandaríkjunum til Evrópu og
ekki síður til þess að hindra að Þjóðverjar gætu komið sér upp varnar- og
árásarstöðvum á svo hernaðarlega mikilvægum stað í miðju Norður-Atlants-
hafi. Þar sem stríðsreksturinn gekk fremur illa hjá Bretum fyrri hluta ársins
1941 höfðu þeir mikla þörf annars staðar fyrir breska liðið, sem sat á íslandi.
Atburðarásin, sem leiddi til þríhliða varnarsamnings íslands, Bandaríkjanna
og Bretlands, sýnir að öryggishagsmunir Breta og Bandaríkjamanna voru ráð-