Andvari - 01.01.1989, Page 225
ANDVARI
ÍSLENSK HLUTLEYSISSTEFNA
223
andi um áhuga þeirra á vörnum íslands. Öryggishagsmunir íslendinga voru
samtvinnaðir hagsmunum Breta og Bandaríkjamanna. Pegar Bandaríkin
koma á sviðið á íslandi, meðan landið er enn hernumið af Bretum, fá íslend-
ingar ójafnt val. Spurningin var, hvort við vildum láta bandarískan her á
grundvelli „frjálsra samninga" yfirtaka varnarstöðvar Breta á íslandi, eða láta
Breta halda hernáminu áfram á grundvelli innrásarinnar.
Pað gerði þetta val auðveldara fyrir íslenska stjórnmálaleiðtoga þess tíma,
að samkvæmt þríhliða samkomulaginu losaði ísland sig ekki aðeins við her-
námslið Breta, heldur tryggði jafnframt varnir sínar og öryggi. Auk þess
fékkst full viðurkenning Bandaríkjamanna og Breta á fullveldi íslands og
sjálfstæði. Bæði ríkin skuldbundu sig til þess að fara að fullu með herafla sinn
frá íslandi að stríði loknu. Þríhliða varnarsamningur milli íslendinga, Banda-
ríkjamanna og Breta frá júlí 1941 hafði því mikla kosti fyrir ísland.
Með þríhliða varnarsamningnum frá 1941 hurfu íslendingar formlega frá
hlutleysisstefnu sinni og tóku upp stefnu um virka samvinnu við vestrænu
lýðræðisríkin báðum megin Atlantshafs um öryggis- og varnarmál sín. Raun-
veruleikinn hafði sannað, að hlutleysisstefna íslands og annarra Evrópuríkja
var óvirk öryggisstefna, gat í besta falli verið aðeins fræðileg öryggisstefna á
friðartímum, en veitti enga vörn í stríði.
Hin nýja öryggis- og varnarstefna átti eftir að mótast og festast í sessi.
Mikilvæg atriði hennar eru m. a. Keflavíkursamkomulagið frá 1946, inngang-
an í Atlantshafsbandalagið 1949, varnarsamningurinn við Bandaríkin 1951,
orðsendingaskipti Búlganíns forsætisráðherra Sovétríkjanna og Hermanns
Jónassonar forsætisráðherra í desember 1957 og janúar 1958 og framvinda
varnarsamstarfsins með þátttöku í starfi Atlantshafsbandalagsins. Mætti
skrifa langt og fróðlegt mál um öryggisstefnu þá, sem við tók af hlutleysis-
stefnunni. Það bíður betri tíma, en hluti þeirrar þróunar hefur raunar verið
rakinn annars staðar37).