Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1999, Side 9

Andvari - 01.01.1999, Side 9
andvari FRÁ RITSTJÓRA 7 hafi miklu meiri völd en þeir í reynd hafa til að hafa áhrif á gang mála.“ (Mbl. 11. maí 1999). Mikið er hæft í þessum orðum Halldórs, enda tók einn dálkahöfundur Morgunblaðsins sterklega undir þau nokkrum vikum síðar, með þeim for- mála að það segði sitt um íslenska stjórnmálaumræðu að athyglisverðustu ummælin vegna kosninganna skyldu falla að þeim loknum! Greinarhöf- undur segir að ef takast muni að rjúfa „kyrrstöðuna og naflaskoðunina“ sem einkenni þjóðmálaumræður hér, verði það með tilvísun til þróunar stjórnmála og þjóðlífs í öðrum löndum. Þetta er sjálfsagður hlutur og á við allar umræður um þjóðfélagsmál í víðum skilningi, en undir þau falla hvers konar menntir, fræði og listir, ekki síður en það sem venjulega er kallað stjórnmál. En í rauninni er svo komið að menn tala almennt um stjórnmál og efnahagsmál sem eitt og hið sama. Hverjir móta stefnuna? Ef hnattvæðing efnahagslífsins, lögmál hins alþjóðlega peningamarkaðar, er hið allsráðandi afl í nútímanum, hvert er þá hlutverk kjörinna leiðtoga þjóðanna? Mér virðist að stjórnmálamenn séu samkvæmt þessu orðnir stat- istar á sviðinu en ekki í þeim burðarhlutverkum sem við kjósendur höfum ætlað þeim. Ef tekin er líking úr knattspyrnunni þá eru stjórnmálaforingj- arnir ekki leikmenn, ekki heldur dómarar með agavald yfir leikmönnum, helst er hægt að líkja þeim við línuverði sem gefa merki þegar boltinn fer út fyrir völlinn. Valdi hins alþjóðlega markaðar verða stjórnvöld hvers lands að lúta. Greinarhöfundur Morgunblaðsins sem fyrr var vitnað til ritar í framhaldi af orðum Halldórs Ásgrímssonar um valdaleysi stjórnmálamanna: „Grípi stjórnvöld í tilteknu ríki til einhliða og heftandi ráðstafana á sviði efna- hagsmála raskast samkeppnisstaða atvinnulífsins. Fjármagnið leggur á flótta og finnur sér stað þar sem hagstæðari skilyrði ríkja. Fylgja slíkum umskiptum oft miklar hörmungar en breytingin er ekki síst fólgin í þeim mikla hraða sem einkennir rafræna fjármagnsflutninga nútímans. Sogkraft- urinn í efnahagslífi alþjóðavæðingar og nettengingar er gífurlegur.“ (Ásgeir Sverrisson: „Hnattvætt áhrifaleysi“, Mbl. 4. júní 1999). Þetta kann allt að vera óhrekjandi, en í því felst mikil nauðhyggja og raunar uppgjöf. Rökrétt afleiðing af þessari hugsun er til dæmis sú að við Islendingar göngum í Evrópusambandið, sogumst með öllu inn í hringiðu hins hnattvædda efnahagslífs og afsölum okkur fullveldinu til Brussel. Þeir eru að vísu ekki margir sem boða þá stefnu fullum fetum, en í þessa átt
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.