Andvari - 01.01.1999, Page 9
andvari
FRÁ RITSTJÓRA
7
hafi miklu meiri völd en þeir í reynd hafa til að hafa áhrif á gang mála.“
(Mbl. 11. maí 1999).
Mikið er hæft í þessum orðum Halldórs, enda tók einn dálkahöfundur
Morgunblaðsins sterklega undir þau nokkrum vikum síðar, með þeim for-
mála að það segði sitt um íslenska stjórnmálaumræðu að athyglisverðustu
ummælin vegna kosninganna skyldu falla að þeim loknum! Greinarhöf-
undur segir að ef takast muni að rjúfa „kyrrstöðuna og naflaskoðunina“
sem einkenni þjóðmálaumræður hér, verði það með tilvísun til þróunar
stjórnmála og þjóðlífs í öðrum löndum. Þetta er sjálfsagður hlutur og á við
allar umræður um þjóðfélagsmál í víðum skilningi, en undir þau falla hvers
konar menntir, fræði og listir, ekki síður en það sem venjulega er kallað
stjórnmál. En í rauninni er svo komið að menn tala almennt um stjórnmál
og efnahagsmál sem eitt og hið sama.
Hverjir móta stefnuna?
Ef hnattvæðing efnahagslífsins, lögmál hins alþjóðlega peningamarkaðar,
er hið allsráðandi afl í nútímanum, hvert er þá hlutverk kjörinna leiðtoga
þjóðanna? Mér virðist að stjórnmálamenn séu samkvæmt þessu orðnir stat-
istar á sviðinu en ekki í þeim burðarhlutverkum sem við kjósendur höfum
ætlað þeim. Ef tekin er líking úr knattspyrnunni þá eru stjórnmálaforingj-
arnir ekki leikmenn, ekki heldur dómarar með agavald yfir leikmönnum,
helst er hægt að líkja þeim við línuverði sem gefa merki þegar boltinn fer
út fyrir völlinn.
Valdi hins alþjóðlega markaðar verða stjórnvöld hvers lands að lúta.
Greinarhöfundur Morgunblaðsins sem fyrr var vitnað til ritar í framhaldi af
orðum Halldórs Ásgrímssonar um valdaleysi stjórnmálamanna: „Grípi
stjórnvöld í tilteknu ríki til einhliða og heftandi ráðstafana á sviði efna-
hagsmála raskast samkeppnisstaða atvinnulífsins. Fjármagnið leggur á
flótta og finnur sér stað þar sem hagstæðari skilyrði ríkja. Fylgja slíkum
umskiptum oft miklar hörmungar en breytingin er ekki síst fólgin í þeim
mikla hraða sem einkennir rafræna fjármagnsflutninga nútímans. Sogkraft-
urinn í efnahagslífi alþjóðavæðingar og nettengingar er gífurlegur.“ (Ásgeir
Sverrisson: „Hnattvætt áhrifaleysi“, Mbl. 4. júní 1999).
Þetta kann allt að vera óhrekjandi, en í því felst mikil nauðhyggja og
raunar uppgjöf. Rökrétt afleiðing af þessari hugsun er til dæmis sú að við
Islendingar göngum í Evrópusambandið, sogumst með öllu inn í hringiðu
hins hnattvædda efnahagslífs og afsölum okkur fullveldinu til Brussel. Þeir
eru að vísu ekki margir sem boða þá stefnu fullum fetum, en í þessa átt