Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1999, Page 10

Andvari - 01.01.1999, Page 10
8 GUNNAR STEFÁNSSON ANDVARI liggur straumurinn og þegar búið er að telja meirihluta þjóðarinnar trú um að „við getum ekki staðið utan við“ framvinduna þá er eftirleikurinn auð- veldur. Hin mikla hægrisveifla í stjórnmálum samhliða hruni Sovétríkjanna hef- ur gert að verkum að félagshyggjumenn náðu ekki vopnum sínum. Flestir beygðu sig undir kapítalismann og stjórnmáladeilur síðustu ára hafa aðal- lega snúist um það hversu góðir fyrirtækisforstjórar foringjarnir eru. Góður forstjóri er harðskeyttur en hann á líka að vera mannúðlegur og gera eitt- hvað fyrir þá sem fara halloka í þjóðfélaginu. Því það er auðvitað sjálfs- blekking að ímynda sér að markaðskerfið tryggi öllum jafna hagsæld. Hið kapítalíska samkeppnisþjóðfélag gerir einmitt ráð fyrir því að einhverjir troðist undir. Enda höfum við séð þess skýr merki að bilið milli hinna ofur- ríku, þeirra sem velta milljónatugum í verðbréfum, og launamanna sem ná vart endum saman í venjulegum heimilisrekstri verður æ breiðara. Það hefur tekist furðuvel að breiða yfir þessar andstæður. Stór hluti þjóðarinnar hefur vissulega notið góðæris enda einkaneyslan aldrei meiri en síðustu ár. Ríkisstjórnin stærði sig af því og í alþingiskosningum í vor var það helst Vinstrihreyfingin - grænt framboð sem kom því til skila á hversu ótraustum grunni velmegunin stendur. Á miðju stjórnmálanna börðust þrír stærstu flokkarnir, með misjöfn afbrigði hinnar ríkjandi frjáls- hyggju, og var því ekki að undra að átakalínur milli þeirra virtust óglöggar. Á hinn bóginn reyndist klassísk vinstristefna eiga meiri hljómgrunn en ýmsir höfðu ætlað. Þá settu umhverfismálin nú meiri svip á umræðuna en oft áður. Umhverfisvernd er tímans kall þótt ýmsir eigi eftir að læra sína lexíu í þeim efnum. En því skyldi enginn trúa að þar sé bæði hægt að halda og sleppa til lengdar. Verndun náttúruauðlinda og fegurðar landsins hlýtur til lengdar að kosta það að draga verður úr gegndarlausri neyslugræðgi. Nú er áratugur liðinn frá hruni kommúnismans í Evrópu. Lýðræðisleg jafnaðarstefna, eins og ríkjandi hefur verið annars staðar á Norðurlöndum, hefur einnig átt í örðugleikum. Sá stjórnmálamaður í Þýskalandi sem helst reyndi að halda á loft klassískum gildum jafnaðarmanna, Oskar Lafon- taine, varð að segja af sér af því að hann þótti ekki nógu stimamjúkur við markaðsöflin. Allt ber þetta að sama brunni: valdið er fært til fjármagns- eigenda. Eignir ríkisins eru seldar, jafnvel við furðu lágu verði, með þeim formála að ríkið eigi ekki að „vasast í“ hinu eða þessu. Einkavæðingar- stefnan er boðuð eins og fagnaðarerindi, en um leið og fyrirtækin eru einkavædd eru stjórnir þeirra teknar undan aðhaldi og eftirliti almanna- valdsins. Ráðamenn hafa talað um að ekki sé heppilegt að of miklir fjár- munir og völd safnist á hendur fárra (óvalinna) manna, eins og kom fram varðandi sölu á hlutabréfum í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins. En þegar markaðsöflunum hefur verið sleppt lausum verður að taka afleiðingunum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.