Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1999, Side 11

Andvari - 01.01.1999, Side 11
ANDVARI FRÁ RITSTJÓRA 9 af því. Hvernig ætla menn þá að hindra að sá sterki verði sífellt sterkari á kostnað þeirra sem minna mega sín? Þangað vill fé sem fé er fyrir. Enda er stefnan augljós í átt til æ meiri samþjöppunar fjármagns í fáar og stórar blokkir. En er þetta sú lýðræðisþróun og það þjóðfélagslega réttlæti sem við viljum sjá? Það sem er hœttulegt sjálfstœði smáþjóða. . . Hér að framan var vitnað í núverandi formann Framsóknarflokksins. Hann fær nú viðurkenningu frjálshyggjumanna fyrir að hlýða kalli tímans. Bregð- ur þá nýrra við því lengstum hafa andstæðingar flokksins sakað hann um afturhaldssemi, sagt að hann vilji ríghalda í afdankað og spillt skömmtunar- kerfi og jafnvel búið til klisju um „framsóknarmenn allra flokka“. - Einn af fyrirrennurum Halldórs Ásgrímssonar á formannsstóli Framsóknarflokks- ins og sá sem sat þar manna lengst var Hermann Jónasson. Fyrir síðustu þingkosningarnar þar sem hann var í framboði, 1963, lagði hann höfuð- áherslu á að vara við aðild þjóðarinnar að Efnahagsbandalaginu sem ýmsir stjórnmálamenn höfðu hug á. Einn ráðherra viðreisnarstjórnarinnar talaði þá um að „kæna smáríkis drægist aftur úr hafskipi stórveldis eða banda- lags“. I ávarpi til kjósenda nokkrum dögum fyrir kosningar deildi Her- mann á ríkisstjórnina fyrir dekur við stórkapítalismann og sagði: „Það sem leiðir af stefnu stórkapítalismans er alger vantrú á umbótum í útkjálkahér- uðum, eins og þau heita á máli stjórnarflokkanna. Umbætur þar, svo sem vegir o. fl., svara ekki kostnaði af því að stórgróðavonin er víðast hvar lítil eða engin. Þegar þessar staðreyndir eru hafðar í huga, verður skiljanleg vantrú núverandi stjórnarflokka á framtíð íslensks landbúnaðar og sú stefna að búa þannig að bændum að þeim fækki. En skuldakóngar og stórkapítalistar á íslandi, sem byggt hafa núverandi stjórnarkerfi eins og víggirðingu kringum sjálfa sig, vita að þeir eru ekki ör- uggir í þessu vígi. Þjóðfélag upplýstra þegna þolir ekki vald slíkrar sérhags- munaklíku til lengdar. Það vita núverandi stjórnarflokkar. Og þá er sú hætta yfirvofandi að leitað sé sambands við erlenda stórkapítalista til að styrkja aðstöðuna. Kommúnisminn er alþjóðlegur - og hættulegur. En of fáir gera sér ljóst að stórkapítalisminn er einnig alþjóðlegur og hættulegur sjálfstæði smáþjóða.“ (Tíminn 5. júní 1963). Hvað sem líður ádeiluefnum Hermanns Jónassonar á aðgerðir viðreisnar- stjórnarinnar þegar þessi orð eru skrifuð, eru þær almennu ályktanir sem draga má af þeim athyglisverðar og vísa fram til okkar tíma. Utkjálkahér- uðin svokölluðu voru sett undir hamarinn. Óveiddur fiskurinn í sjónum er
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.