Andvari - 01.01.1999, Page 11
ANDVARI
FRÁ RITSTJÓRA
9
af því. Hvernig ætla menn þá að hindra að sá sterki verði sífellt sterkari á
kostnað þeirra sem minna mega sín? Þangað vill fé sem fé er fyrir. Enda er
stefnan augljós í átt til æ meiri samþjöppunar fjármagns í fáar og stórar
blokkir. En er þetta sú lýðræðisþróun og það þjóðfélagslega réttlæti sem
við viljum sjá?
Það sem er hœttulegt sjálfstœði smáþjóða. . .
Hér að framan var vitnað í núverandi formann Framsóknarflokksins. Hann
fær nú viðurkenningu frjálshyggjumanna fyrir að hlýða kalli tímans. Bregð-
ur þá nýrra við því lengstum hafa andstæðingar flokksins sakað hann um
afturhaldssemi, sagt að hann vilji ríghalda í afdankað og spillt skömmtunar-
kerfi og jafnvel búið til klisju um „framsóknarmenn allra flokka“. - Einn af
fyrirrennurum Halldórs Ásgrímssonar á formannsstóli Framsóknarflokks-
ins og sá sem sat þar manna lengst var Hermann Jónasson. Fyrir síðustu
þingkosningarnar þar sem hann var í framboði, 1963, lagði hann höfuð-
áherslu á að vara við aðild þjóðarinnar að Efnahagsbandalaginu sem ýmsir
stjórnmálamenn höfðu hug á. Einn ráðherra viðreisnarstjórnarinnar talaði
þá um að „kæna smáríkis drægist aftur úr hafskipi stórveldis eða banda-
lags“. I ávarpi til kjósenda nokkrum dögum fyrir kosningar deildi Her-
mann á ríkisstjórnina fyrir dekur við stórkapítalismann og sagði: „Það sem
leiðir af stefnu stórkapítalismans er alger vantrú á umbótum í útkjálkahér-
uðum, eins og þau heita á máli stjórnarflokkanna. Umbætur þar, svo sem
vegir o. fl., svara ekki kostnaði af því að stórgróðavonin er víðast hvar lítil
eða engin. Þegar þessar staðreyndir eru hafðar í huga, verður skiljanleg
vantrú núverandi stjórnarflokka á framtíð íslensks landbúnaðar og sú
stefna að búa þannig að bændum að þeim fækki.
En skuldakóngar og stórkapítalistar á íslandi, sem byggt hafa núverandi
stjórnarkerfi eins og víggirðingu kringum sjálfa sig, vita að þeir eru ekki ör-
uggir í þessu vígi. Þjóðfélag upplýstra þegna þolir ekki vald slíkrar sérhags-
munaklíku til lengdar. Það vita núverandi stjórnarflokkar. Og þá er sú
hætta yfirvofandi að leitað sé sambands við erlenda stórkapítalista til að
styrkja aðstöðuna. Kommúnisminn er alþjóðlegur - og hættulegur. En of
fáir gera sér ljóst að stórkapítalisminn er einnig alþjóðlegur og hættulegur
sjálfstæði smáþjóða.“ (Tíminn 5. júní 1963).
Hvað sem líður ádeiluefnum Hermanns Jónassonar á aðgerðir viðreisnar-
stjórnarinnar þegar þessi orð eru skrifuð, eru þær almennu ályktanir sem
draga má af þeim athyglisverðar og vísa fram til okkar tíma. Utkjálkahér-
uðin svokölluðu voru sett undir hamarinn. Óveiddur fiskurinn í sjónum er