Andvari - 01.01.1999, Qupperneq 13
ANDVARI
FRÁ RITSTJÓRA
11
Vilji fólksins síefni ekki að stórríki, en það er sú þróun sem augljós hefur
verið í Evrópusambandinu. Ragnar nefnir ESB „ólýðræðislegt kerfisbákn“,
það sé fyrst og fremst menntað embættismannaveldi. Miðstýring verður æ
meiri innan sambandsins, kröfurnar um að aðildarríkin láti af sjálfstjórn æ
harðari. Afnám landamæraeftirlits mun til dæmis hafa í för með sér að
fíkniefni flæði af enn meiri krafti milli landa. Haft er eftir formanni í
sænskum samtökum tollþjóna að Schengen-samningurinn svokallaði muni
fela í sér „fríverslun með fíkniefni í Evrópu“.
Segja má að málflutningur Ragnars Arnalds sé einhliða því að ókostirnir
og hætturnar af ESB-aðild eru í huga hans yfirgnæfandi. En það er einmitt
hlutverk stjórnmálamanna að setja fram skýra afstöðu og röksemdum
Ragnars verður ekki vísað á bug með einberu nauðhyggjutali. Hann tengir
umræðuna um ESB ágreiningi um utanríkismál íslands, aðild að Atlants-
hafsbandalaginu og setu bandarísks hers í landinu, en gegn hvoru tveggja
hefur Ragnar barist. Hér er ekki ráðrúm til að rekja þá sögu. Hún fjallar
um það hvernig farið var að því að festa herinn í sessi, þrátt fyrir verulega
andstöðu landsmanna og alþingissamþykkt um brottför hans 1956, en um
þau stefnubrigði hefur Valur Ingimundarson sagnfræðingur fjallað í ritgerð
í tímaritinu Sögu (1995). Það er býsna fróðleg lesning og ekki síður bók
sama höfundar, / eldlínu kalda stríðsins (1996). í þessum ritum er staðfest
margt um laumuspil bandarískra stjórnvalda og íslenskra ráðamanna sem
andstæðingar hersetunnar héldu fram á sínum tíma en stuðningsmennirnir
andmæltu þá.
Um deilurnar um aðild Islands að ESB er það að segja að í rauninni ættu
formælendur hennar að svara riti Ragnars Arnalds með öðru jafnskil-
merkilegu. Einn forustumanna Samfylkingarinnar, þar sem nú er mikill
hluti stuðningsmanna Alþýðubandalagsins, hefur reyndar nýlega lýst
ákveðinni skoðun á aðild. Hann telur „það óhjákvæmilegt að við verðum
aðilar að Evrópusambandinu og það kæmi mér ekki á óvart að það yrði
innan fimm ára. Ef við ætlum að vera virkir þátttakendur í samfélagi þjóð-
anna þá er ekki verjandi að við tökum ekki virkan þátt í samstarfi innan
Evrópusambandsins. . . í dag undirgöngumst við velflestar skyldur ESB
samkvæmt EES samningnum, en við höfum engin áhrif á gang mála í
Brussel. Virk pólitísk umræða um þessi efni þarf að fara af stað.“ (Guð-
mundur Árni Stefánsson í viðtali við Dag, 7. ágúst 1999). Eftir er að vita
hvort þessi nauðhyggjustefna verður ofan á innan Samfylkingarinnar eða
hin sem Ragnar Arnalds boðar, að fyrir íslendinga sé það úrslitaatriði að
standa utan ESB, „halda öllum þáttum fullveldis í eigin höndum og varð-
veita sjálfstæði sitt, dýrmætustu auðlindina, sem best þeir mega“, eins og
segir í lokaorðum bókar hans. En þótt skoðanir séu skiptar má taka undir
með Guðmundi Árna um nauðsyn virkrar pólitískrar umræðu. Þar munu