Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1999, Page 18

Andvari - 01.01.1999, Page 18
16 VÉSTEINN ÓLASON ANDVARI sinna, auk Gústafs Adolfs, þeirra Stefáns Jóhanns Stefánssonar, Brynjólfs Bjarnasonar og Vilhjálms Þ. Gíslasonar. Einnig minntist hann Pálma Hannessonar bekkjarbróður síns fallega í minningarorð- um sem flutt voru við skólaslit Menntaskólans í Reykjavík 1958 (Ferð og förunautar, 196-97). Ekki lét Einar þó sitja við skólasókn í hinum gamla Menntaskóla heldur sótti, þegar hann var í fimmta bekk, einnig tíma í Háskóla íslands, sem þá var aðeins fárra ára gamall, og segir um þetta í sömu ræðu: Þennan vetur sótti ég, þó að undarlegt kunni að þykja, tíma í háskólan- um. Mér er mjög minnisstæður prófessorinn í íslenzku, Björn Magnússon Ólsen, mikilúðlegur og höfðinglegur, þá nokkuð feitlaginn, og mun hafa bilað að heilsu um þetta leyti. Hann var fyrsta flokks vísindamaður. Ef til vill má segja, að með honum hefjist „modern criticism“ á íslendingasög- um. Sama haust og Einar Ólafur lauk stúdentsprófi hélt hann til Kaup- mannahafnar til náms í norrænum fræðum. Aðalkennari hans þar var að sjálfsögðu Finnur Jónsson, en einnig Valtýr Guðmundsson, sem Einar minntist ætíð með mikilli hlýju.3 Af dönskum kennurum minnist hann sjálfur á Vilhelm Andersen, sem um þær mundir var mikilsvirtasti bókmenntasagnfræðingur Dana, en vafalaust hefur hann komið við í tímum hjá fleiri kennurum. Georg Brandes bæði sá hann og heyrði.4 Náminu lauk Einar Ólafur ekki fyrr en eftir 10 ár, með meistaraprófi árið 1928. Hann átti á námsárunum - a.m.k. frá sumri 1923 og fram á sumar 1927 eftir bréfum að dæma - við alvarleg veikindi að stríða (berkla), og m.a. þess vegna kom hann heim sum- arið 1925 og dvaldist hér heima um skeið. Þau misseri sótti hann nám í Háskólanum eftir því sem heilsan leyfði, hjá þeim Sigurði Nordal, Alexander Jóhannessyni og Páli Eggert Ólasyni, og var heima að eigin sögn hálft annað ár á háskólaárunum. Enginn vafi er á því að Einar Ólafur hefur alist upp við ástríki for- eldra sem hann virti og mat mikils alla ævi. Mikinn hug hafa þau lagt á menntun sona sinna, og ekki hefur verið auðvelt, hvorki tilfinn- ingalega né fjárhagslega, eins og samgöngum og efnahag var þá hátt- að, að senda tvo syni, fjórtán og sextán ára, til náms í hina fjarlægu kaupstaði við Faxaflóa. Sjá má af bréfum að ekki hafa þeir komist heim um jólin fyrsta veturinn í skólanum, og væntanlega hefur það verið svo áfram. En sambandinu var haldið með bréfaskiptum, og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.