Andvari - 01.01.1999, Blaðsíða 18
16
VÉSTEINN ÓLASON
ANDVARI
sinna, auk Gústafs Adolfs, þeirra Stefáns Jóhanns Stefánssonar,
Brynjólfs Bjarnasonar og Vilhjálms Þ. Gíslasonar. Einnig minntist
hann Pálma Hannessonar bekkjarbróður síns fallega í minningarorð-
um sem flutt voru við skólaslit Menntaskólans í Reykjavík 1958
(Ferð og förunautar, 196-97). Ekki lét Einar þó sitja við skólasókn í
hinum gamla Menntaskóla heldur sótti, þegar hann var í fimmta
bekk, einnig tíma í Háskóla íslands, sem þá var aðeins fárra ára
gamall, og segir um þetta í sömu ræðu:
Þennan vetur sótti ég, þó að undarlegt kunni að þykja, tíma í háskólan-
um. Mér er mjög minnisstæður prófessorinn í íslenzku, Björn Magnússon
Ólsen, mikilúðlegur og höfðinglegur, þá nokkuð feitlaginn, og mun hafa
bilað að heilsu um þetta leyti. Hann var fyrsta flokks vísindamaður. Ef til
vill má segja, að með honum hefjist „modern criticism“ á íslendingasög-
um.
Sama haust og Einar Ólafur lauk stúdentsprófi hélt hann til Kaup-
mannahafnar til náms í norrænum fræðum. Aðalkennari hans þar
var að sjálfsögðu Finnur Jónsson, en einnig Valtýr Guðmundsson,
sem Einar minntist ætíð með mikilli hlýju.3 Af dönskum kennurum
minnist hann sjálfur á Vilhelm Andersen, sem um þær mundir var
mikilsvirtasti bókmenntasagnfræðingur Dana, en vafalaust hefur
hann komið við í tímum hjá fleiri kennurum. Georg Brandes bæði sá
hann og heyrði.4 Náminu lauk Einar Ólafur ekki fyrr en eftir 10 ár,
með meistaraprófi árið 1928. Hann átti á námsárunum - a.m.k. frá
sumri 1923 og fram á sumar 1927 eftir bréfum að dæma - við alvarleg
veikindi að stríða (berkla), og m.a. þess vegna kom hann heim sum-
arið 1925 og dvaldist hér heima um skeið. Þau misseri sótti hann nám
í Háskólanum eftir því sem heilsan leyfði, hjá þeim Sigurði Nordal,
Alexander Jóhannessyni og Páli Eggert Ólasyni, og var heima að
eigin sögn hálft annað ár á háskólaárunum.
Enginn vafi er á því að Einar Ólafur hefur alist upp við ástríki for-
eldra sem hann virti og mat mikils alla ævi. Mikinn hug hafa þau lagt
á menntun sona sinna, og ekki hefur verið auðvelt, hvorki tilfinn-
ingalega né fjárhagslega, eins og samgöngum og efnahag var þá hátt-
að, að senda tvo syni, fjórtán og sextán ára, til náms í hina fjarlægu
kaupstaði við Faxaflóa. Sjá má af bréfum að ekki hafa þeir komist
heim um jólin fyrsta veturinn í skólanum, og væntanlega hefur það
verið svo áfram. En sambandinu var haldið með bréfaskiptum, og