Andvari - 01.01.1999, Side 20
18
VÉSTEINN ÓLASON
ANDVARI
Marga vini eignaðist Einar Ólafur á þessum árum, enda getur hann
margra í því sem hann hefur látið eftir sig. Hér er þó einkum ástæða
til að nefna tvo langvini, Jón Helgason og Halldór Laxness, því að
áhrif þeirra þriggja hvers á annan hafa verið mikilvæg á mótunar-
skeiði, og vináttan entist ævilangt. Leiðir þeirra jafnaldranna, Jóns
og Einars, hlutu að liggja saman eftir að til Hafnar var komið þótt
Jón færi þangað tveimur árum fyrr: báðir fengust við sömu fræði,
báðir voru afburðamenn að eljusemi og minnugir á allt sem þeir
lásu, og báðum var þeim gefin ritsnilld og skáldpáfa sem nærðist og
auðgaðist af frjórri og þrotlausri þekkingarleit. Ólíkir voru þeir þó á
margan hátt eins og rit þeirra bera vitni um. Halldór kom til Hafnar
skömmu á eftir Einari Ólafi, þótt hann væri þremur árum yngri.
Hann var nægilega mikil andstæða þessara vísindamannsefna til að
krydda og frjóvga félagsskapinn, enda fyllilega jafnoki þeirra að gáf-
um og andlegu fjöri. Þótt ekki þurfi að efast um áhuga þeirra Jóns og
Einars Ólafs á samtíma sínum þá og síðar, er varla fjarri lagi að segja
að þeir hafi sökkt sér í fortíðina með sama brennandi ákafa og Hall-
dór Guðjónsson frá Laxnesi drakk í sig samtímann. Mörg bréf fóru
milli þeirra Einars Ólafs og Halldórs, hvert öðru skemmtilegra, þar
sem þeir deila m.a. um trúmál og fornar bókmenntir, í gamni og al-
vöru. Peter Hallberg hefur unnið úr þessum bréfum eða hluta þeirra
í ritum sínum um Halldór Laxness og margir síðan til þeirra vitnað.
Þar er þó geysimikið og fróðlegt efni sem bíður athugunar og helst
birtingar.
Þótt veikindin á námsárunum hafi verið Einari Ólafi erfið, lét
hann þau ekki buga forvitni sína eða andlegan styrk. í ræðunni í sjö-
tugsafmælinu segir hann: „Veikindatími, erfiður, en gaf ágætt tóm til
að lesa Evrópubókmenntir. En sérstaklega grískt og franskt.“ Áhugi
á grískum bókmenntum og þekking á ýmsu sem um þær hafði verið
skrifað kemur vel fram í grein um Klýtæmestru og Hallgerði, sem
upphaflega birtist í Helgafelli 1943 undir heitinu „Tvær kvenlýsingar“,
en síðan í Við uppspretturnar 1956. Áreiðanlega voru þeir Goethe og
Shakespeare líka á lestrarlista hans og mörg fleiri ensk og þýsk skáld
auk Norðurlandabókmennta. Víða kemur það fram í fræðum Einars
og öðru skrifi hve víðlesinn hann var og hve tamt honum var að vísa
til verka stórskálda og snillinga sem voru honum ofarlega í huga.
Sjálfsagt hefur hann þá oft sótt í þann sjóð sem hann safnaði til á
námsárum sínum. Bókmenntarýni og fagurfræðilegt mat fléttast jafn-