Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1999, Page 20

Andvari - 01.01.1999, Page 20
18 VÉSTEINN ÓLASON ANDVARI Marga vini eignaðist Einar Ólafur á þessum árum, enda getur hann margra í því sem hann hefur látið eftir sig. Hér er þó einkum ástæða til að nefna tvo langvini, Jón Helgason og Halldór Laxness, því að áhrif þeirra þriggja hvers á annan hafa verið mikilvæg á mótunar- skeiði, og vináttan entist ævilangt. Leiðir þeirra jafnaldranna, Jóns og Einars, hlutu að liggja saman eftir að til Hafnar var komið þótt Jón færi þangað tveimur árum fyrr: báðir fengust við sömu fræði, báðir voru afburðamenn að eljusemi og minnugir á allt sem þeir lásu, og báðum var þeim gefin ritsnilld og skáldpáfa sem nærðist og auðgaðist af frjórri og þrotlausri þekkingarleit. Ólíkir voru þeir þó á margan hátt eins og rit þeirra bera vitni um. Halldór kom til Hafnar skömmu á eftir Einari Ólafi, þótt hann væri þremur árum yngri. Hann var nægilega mikil andstæða þessara vísindamannsefna til að krydda og frjóvga félagsskapinn, enda fyllilega jafnoki þeirra að gáf- um og andlegu fjöri. Þótt ekki þurfi að efast um áhuga þeirra Jóns og Einars Ólafs á samtíma sínum þá og síðar, er varla fjarri lagi að segja að þeir hafi sökkt sér í fortíðina með sama brennandi ákafa og Hall- dór Guðjónsson frá Laxnesi drakk í sig samtímann. Mörg bréf fóru milli þeirra Einars Ólafs og Halldórs, hvert öðru skemmtilegra, þar sem þeir deila m.a. um trúmál og fornar bókmenntir, í gamni og al- vöru. Peter Hallberg hefur unnið úr þessum bréfum eða hluta þeirra í ritum sínum um Halldór Laxness og margir síðan til þeirra vitnað. Þar er þó geysimikið og fróðlegt efni sem bíður athugunar og helst birtingar. Þótt veikindin á námsárunum hafi verið Einari Ólafi erfið, lét hann þau ekki buga forvitni sína eða andlegan styrk. í ræðunni í sjö- tugsafmælinu segir hann: „Veikindatími, erfiður, en gaf ágætt tóm til að lesa Evrópubókmenntir. En sérstaklega grískt og franskt.“ Áhugi á grískum bókmenntum og þekking á ýmsu sem um þær hafði verið skrifað kemur vel fram í grein um Klýtæmestru og Hallgerði, sem upphaflega birtist í Helgafelli 1943 undir heitinu „Tvær kvenlýsingar“, en síðan í Við uppspretturnar 1956. Áreiðanlega voru þeir Goethe og Shakespeare líka á lestrarlista hans og mörg fleiri ensk og þýsk skáld auk Norðurlandabókmennta. Víða kemur það fram í fræðum Einars og öðru skrifi hve víðlesinn hann var og hve tamt honum var að vísa til verka stórskálda og snillinga sem voru honum ofarlega í huga. Sjálfsagt hefur hann þá oft sótt í þann sjóð sem hann safnaði til á námsárum sínum. Bókmenntarýni og fagurfræðilegt mat fléttast jafn-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.