Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1999, Side 24

Andvari - 01.01.1999, Side 24
22 VÉSTEINN ÓLASON ANDVARI 1943. Prófessor í íslenzkum bókmenntum, settur 1. marz 1945, skipaður 7. maí 1945. Augljóst er að sú óvissa sem fylgir slíkum snöpum á erfiðum árum hefur heldur en ekki tekið á fjölskyldumann með ríkan metnað. En þessi kjör hafa þó síður en svo dregið úr Einari Olafi mátt við fræði- störfin eins og brátt verður komið að. Vafalaust er fjórði áratugurinn og fram til 1943, er Á Njálsbúð kom út, frjóasta skeiðið á fræði- mannsferli hans, og fór því þó fjarri að hann legði rannsóknir og út- gáfustörf á hilluna þegar háskólakennslan tók við, en hún hefur vita- skuld tekið sinn tíma. Fróðlegt er til samanburðar að hyggja að því hver laun embættismenn höfðu á þessum árum. Ekki hefur verið hægt að sjá laun einstgkra prófessora við fljótlega athugun í opin- berum gögnum, en ýmsir hátt settir og fremur hátt settir embættis- menn hafa haft á bilinu 5000 til 7000 krónur á ári á árunum 1935 til 1940, og má ætla að laun prófessora hafi þá ekki verið lægri en 6000-7000 krónur. Þær 1800 plús 1200 krónur, sem Einar Ólafur virðist hafa haft sem fastar tekjur á ári 1937-1940, hafa þá numið sem svaraði hálfum prófessorslaunum. Það má því nærri geta að það hefur verið freisting fyrir hann að taka við nýrri prófessorsstöðu við Árósaháskóla, sem honum bauðst árið 1939. Hann fór utan til að huga að öllum aðstæðum, sem í raun voru ákjósanlegar, en þó varð ekki af því að hann tæki starfið, og er líklegt að stríðsógnin sem þá vofði yfir hafi ráðið mestu um það.7 Vafalaust hafa honum einnig staðið til boða ýmis störf hér heima sem þó hefðu haft þá meinbugi að ekki yrði sami tími til fræðistarfa og áður. Að þessu efni vék Ein- ar í ræðunni sem hann flutti á sjötugsafmæli sínu: Árin frá komu minni til Reykjavíkur og fram á stríðsár voru mjög erfið vegna þess, að þá var enginn leikur að lifa hér á landi sem vísindamaður án þess að hafa fast starf. Hygg ég, að þeir sem nú eru á svipuðu skeiði að aldri til og ég var þá, eigi ekki auðvelt að átta sig á, hve mikla hörku og sjálfsaf- neitun þurfti til að standast freistingu hins fasta embættis, sem víslega hefði haft í för með sér uppgjöf vísindarannsókna, að nokkru leyti eða öllu. En á móti öllum slíkum freistingum stóð Kristjana af öllu afli. . . Þótt tekjur Einars af fræðistörfum hans og starfi fyrir bókasafn Há- skólans væru miklu minni en ætla hefði mátt og vert hefði verið, er auðvitað ekki svo að skilja að fjölskyldan hafi búið við þröngan kost miðað við það sem þá gerðist. Kristjana vann utan heimilis framan af
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.