Andvari - 01.01.1999, Síða 24
22
VÉSTEINN ÓLASON
ANDVARI
1943. Prófessor í íslenzkum bókmenntum, settur 1. marz 1945, skipaður 7.
maí 1945.
Augljóst er að sú óvissa sem fylgir slíkum snöpum á erfiðum árum
hefur heldur en ekki tekið á fjölskyldumann með ríkan metnað. En
þessi kjör hafa þó síður en svo dregið úr Einari Olafi mátt við fræði-
störfin eins og brátt verður komið að. Vafalaust er fjórði áratugurinn
og fram til 1943, er Á Njálsbúð kom út, frjóasta skeiðið á fræði-
mannsferli hans, og fór því þó fjarri að hann legði rannsóknir og út-
gáfustörf á hilluna þegar háskólakennslan tók við, en hún hefur vita-
skuld tekið sinn tíma. Fróðlegt er til samanburðar að hyggja að því
hver laun embættismenn höfðu á þessum árum. Ekki hefur verið
hægt að sjá laun einstgkra prófessora við fljótlega athugun í opin-
berum gögnum, en ýmsir hátt settir og fremur hátt settir embættis-
menn hafa haft á bilinu 5000 til 7000 krónur á ári á árunum 1935 til
1940, og má ætla að laun prófessora hafi þá ekki verið lægri en
6000-7000 krónur. Þær 1800 plús 1200 krónur, sem Einar Ólafur
virðist hafa haft sem fastar tekjur á ári 1937-1940, hafa þá numið
sem svaraði hálfum prófessorslaunum. Það má því nærri geta að það
hefur verið freisting fyrir hann að taka við nýrri prófessorsstöðu við
Árósaháskóla, sem honum bauðst árið 1939. Hann fór utan til að
huga að öllum aðstæðum, sem í raun voru ákjósanlegar, en þó varð
ekki af því að hann tæki starfið, og er líklegt að stríðsógnin sem þá
vofði yfir hafi ráðið mestu um það.7 Vafalaust hafa honum einnig
staðið til boða ýmis störf hér heima sem þó hefðu haft þá meinbugi
að ekki yrði sami tími til fræðistarfa og áður. Að þessu efni vék Ein-
ar í ræðunni sem hann flutti á sjötugsafmæli sínu:
Árin frá komu minni til Reykjavíkur og fram á stríðsár voru mjög erfið
vegna þess, að þá var enginn leikur að lifa hér á landi sem vísindamaður án
þess að hafa fast starf. Hygg ég, að þeir sem nú eru á svipuðu skeiði að aldri
til og ég var þá, eigi ekki auðvelt að átta sig á, hve mikla hörku og sjálfsaf-
neitun þurfti til að standast freistingu hins fasta embættis, sem víslega hefði
haft í för með sér uppgjöf vísindarannsókna, að nokkru leyti eða öllu. En á
móti öllum slíkum freistingum stóð Kristjana af öllu afli. . .
Þótt tekjur Einars af fræðistörfum hans og starfi fyrir bókasafn Há-
skólans væru miklu minni en ætla hefði mátt og vert hefði verið, er
auðvitað ekki svo að skilja að fjölskyldan hafi búið við þröngan kost
miðað við það sem þá gerðist. Kristjana vann utan heimilis framan af