Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1999, Page 26

Andvari - 01.01.1999, Page 26
24 VÉSTEINN ÓLASON ANDVARI auðvitað verið mikill léttir fyrir Einar Ólaf þegar hann fékk prófess- orsembætti árið 1945, enda segir hann uin það sjálfur í ræðu þeirri sem hér hefur oft verið vitnað til: „Má kalla að ég þættist hafa himin höndum tekið, enda varð það tímabil mér mjög ánægjulegt.“ Um kennslu sína segir hann á sama stað: „Ég fór yfir efnið í fyrirlestrum, en tók einstök mikil verk fyrir í æfingum og samtölum. Sérstaklega hafði ég gaman af æfingum í eddukvæðum.“ Af kennarastóli í Háskóla íslands fjallaði Einar Ólafur um bundið og laust mál frá öndverðu og fram um 1350, allan kveðskap fram að Lilju og rímunum, sem féllu í hlut prófessors í bókmenntum síðari alda, og alla hina fornu sagnaritun, einnig það sem kann að hafa til orðið á seinni hluta 14. aldar og á þeirri 15. Sá sem þetta ritar varð aðnjótandi kennslu Einars Ólafs tvö síð- ustu árin sem hann kenndi auk þess að skrifa svo kallaða fyrri hluta ritgerð í bókmenntasögu undir hans handleiðslu. Fyrirlestrar hans voru fullsamdir en fluttir frjálslega eftir handriti, ekki með þeim hætti, sem ýmsir aðrir tíðkuðu þá, að lesið væri upp og gerðar þagnir til að menn gætu náð að skrifa orðrétt upp, heldur hljómaði fyrirlest- urinn oft eins og Einar hugsaði upphátt og væri að komast að niður- stöðu, sumt var vafasamt, annað vissara, og þegar hann sagði frá niðurstöðum annarra varð oft að ráða af hljómfalli hvernig honum líkaði. Nemendum féll misvel þetta fyrirlestralag, og mörgum þótti hann fara fullhratt yfir sögu, en kæmust menn upp á lag með að skrifa hjá sér aðalatriðin og láta ekki svipbrigði og hljómfall fyrir- lesarans fram hjá sér fara, var hægt að læra mikið af honum. Æfingar eða yfirferð eddukvæða var með öðrum hætti. Þá voru nemendur ‘teknir upp’ en Einar Ólafur las oft erindi sjálfur eða leiðbeindi um áherslur og bætti við þær skýringar sem fram voru færðar. Þetta voru ágætir tímar og flutningur Einars Ólafs á kvæðunum svo eftirminni- legur að rödd hans getur enn komið upp í hugann ef hugsað er um hrynjandi og hljóm þessa kveðskapar. í kennslustundum var Einar Ólafur nokkuð fjarlægur okkur nem- endum og við honum, enda komum við sjálfsagt flest eða öll inn í Háskólann mótuð af þeirri miklu virðingu sem borin var fyrir honum vegna fræðistarfa hans og flutnings fornra bókmennta í útvarpi, sem við höfðum sjálf fylgst með. Sem leiðbeinandi við rannsóknarefni var hann hlýr og þægilegur, gaf góðar ábendingar og veitti viðurkenn-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.