Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1999, Page 27

Andvari - 01.01.1999, Page 27
andvari EINAR ÓLAFUR SVEINSSON 25 ingu þegar vel gekk. Auðvitað þéraði hann alla stúdenta þangað til prófi var lokið, eins og aðrir prófessorar á þeim tíma. Hinn 1. nóv. 1962 var Einar Ólafur skipaður forstöðumaður Hand- ritastofnunar íslands með takmarkaðri kennsluskyldu, sem í raun þýddi það að hann lét af kennslustörfum. Hann kvaddi stúdenta sína 14. nóv. með nokkrum orðum, sem birt voru í Vísi daginn eftir, og sagði þá m.a.: Ég hef haft þá gæfu að hafa ást á þeim bókmenntum, sem ég hef einkum kennt. Maður getur vel elskað bókmenntir, þó að smáar séu, en það er skemmtilegra að þurfa ekki að beygja sig, þegar maður gengur inn um dyr, og mér er það tvöföld ánægja, að ég hef verið sannfærður um, að þessar bók- menntir væru mikilsverðar og merkilegar og sumt af þeim heyrði til heims- bókmenntanna. Loks kemur það enn hér til, að ég hef meiri mætur á sér- kennilegum bókmenntum og frumlegum en þeim, sem ekki eru annað en stæling og eftirlíking. Kennslan hefur verið mér ánægjuleg. Samvinna og sambúð mín við nem- endur hefur alla tíð verið svo góð, að aldrei hefur dregið skugga á. Ég þakka ykkur og mínum fyrri nemendum fyrir það. Ég óska ykkur allra heilla. Þjóð vorri er mikil þörf dyggra sona og dætra. í fræðum vorum úir og grúir af rannsóknarefnum. I annan stað er mikilvægt að draga hina miklu fjársjóði fram í dagsljósið með ýmsu móti, hver tími þarf sínar aðferðir. Ennþá eru þessar miklu fornu bókmenntir hornsteinn tilveru og menningar þjóðar vorrar. Meðfram þeim störfum sem heyrðu til embættis hans hafði Einar Olafur á hendi mörg trúnaðarstörf af ýmsu tagi, og er ekki hægt að geta um nema fátt eitt hér. Fyrst er að telja það að hann var nokkr- um sinnum forseti heimspekideildar og sat þá í háskólaráði. Hann áUi sæti í orðabókarnefnd frá 1947 og tók þátt í útgáfu nýyrðasafna hl 1962; hann átti sæti í nafnanefnd Reykjavíkurborgar og var ritari stJórnar Vísindasjóðs. í stjórn Hins íslenzka bókmenntafélags var hann frá 1952 og forseti þess frá 1962 til 1967. Þá var hann ritstjóri Skírnis 1944 til 1953. Margt fleira mætti telja, en allt hefur þetta tekið smn tíma og íhugun, ekki síst Skírnir og Bókmenntafélagið, sem kalla má að sé, eins og fleiri af þessum störfum, hluti af fræðaferli Einars Ólafs.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.