Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1999, Blaðsíða 28

Andvari - 01.01.1999, Blaðsíða 28
26 VÉSTEINN ÓLASON ANDVARI III. Fræðistörf Þjóðfræði Einar Ól. Sveinsson er án efa merkasti þjóðsagnafræðingur íslenskur á þessari öld, en rannsóknir hans á þessu sviði fléttast mjög rækilega saman við bókmenntarannsóknir hans, og veldur því bæði hið nána samband bókmennta og fræða sem varðveittust á manna vörum í þessu landi, en einnig vafalaust sérstök áhugamál hans sjálfs. Þessar rannsóknir hófust þegar á háskólaárum Einars, þegar hann valdi sér íslensk ævintýri sem kjörsvið til meistaraprófs. Þær báru ávöxt í meistaraprófsritgerð um jötna, sem skrifuð var á dönsku, og í skrá hans um íslensk ævintýri sem birtist á þýsku árið 1929 með rækileg- um inngangi í hinni merku ritröð FF Communications, sem gefin er út af finnskum þjóðfræðingum í Helsinki. Þótt rannsóknir og útgáfur fornsagna, einkum íslendingasagna, yrðu brátt fyrirferðarmeiri, mynda störf Einars á sviði þjóðfræða mikla og samfellda heild. Merkilegt og ágætt er rit hans Um íslenzkar þjóðsögur, sem kom út í Reykjavík 1940, en þar snýr hann sér til íslenskra lesenda og gefur í senn fræðilega traust og aðgengilegt yfirlit yfir hið mikla efni ís- lenskra þjóðsagnasafna.9 Áður hafði hann annast útgáfu á stórmerku verki séra Jónasar Jónassonar frá Hrafnagili, íslenzkir þjóðhœttir. Það rit kom fyrst út 1934, og stendur á titilblaði að það sé búið undir prentun af Einari Ólafi; sannast að segja mun þar hafa legið mjög mikil vinna að baki af hans hálfu, og má fræðast nokkuð um það í formála.10 Einari Ólafi var mjög hugleikið að búa þjóðfræðaefni í hendur al- menningi þannig að vel mætti nýtast, og er sérstök ástæða til að nefna úrval hans, íslenzkar þjóðsögur og ævintýri, sem kom út 1944 og tvisvar hefur verið endurprentað, og kvæðasafnið Fagrar heyrði eg raddirnar þar sem birt er margvíslegt efni með þjóðkvæðablæ, bæði fornt og nýtt. Sú bók kom fyrst út 1942 og var endurprentuð 1974. Söfnin lýsa í senn mikilli þekkingu Einars á efninu, prentuðu og óprentuðu, og fjölbreytni þess, en einnig smekkvísi hans og til- finningu fyrir skáldskapargildi. Þau eru sígildar bækur og verða von- andi lengi á bókamarkaði. Ástæða er til að staldra hér við þau þrjú verk sem þegar voru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.