Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1999, Side 33

Andvari - 01.01.1999, Side 33
andvari EINAR ÓLAFUR SVEINSSON 31 getið kemur þetta t.d. skýrt fram í hinu stórskemmtilega og merki- lega safnriti hans, Leit eg suður til landa, sem birtist 1944, þar sem m.a. er fjölbreytilegt úrval jarteiknasagna, og í útgáfu hans á Páls sögu biskups 1954. Þá er ekki rétt að láta sér sjást yfir að útgáfur á ís- lenskum riddarasögum og rímum voru framarlega á stefnuskrá sem Einars Ólafur átti mestan þátt í að móta, þegar tekið var til við vís- indalegar útgáfur hér á landi undir merkjum handritanefndar Há- skóla Islands og síðar Handritastofnunar. Hitt er svo rétt, og í fullu samræmi við bókmenntasmekk á mótunarskeiði Einars og þroska- árum, að hann gerði, etv. umhugsunarlítið, skýran mun hámenningar °g lágmenningar. Það hefur einnig verið eðlileg afleiðing af bæði ytri áhrifum og eigin skapgerð að hann taldi þau bókmenntaverk rísa hæst að áhrifamætti þar sem horfst væri af einurð í augu við mis- kunnarlausan „veruleikann eins og hann er“, eins og í Njálu. Það fól vitaskuld ekki í sér að hann gerði kröfu til miðaldamanna um sömu veruleikaskynjun og fylgir vísindalepri heimsmynd nútímamanna, enda skortir ekki á ýkjur og kynjar í Islendingasögum, þótt hlutverk slíks efnis og fyrirferð sé mjög breytilegt.16 Fornsögur Rannsókn á fornum sögum, einkum fornaldar- og riddarasögum, fléttaðist inn í rannsóknir Einars Ólafs Sveinssonar á ævintýrum, og vitaskuld hefur hann frá barnæsku verið nákunnugur Islendingasög- um. Þær urðu honum fljótt enn tímafrekara viðfangsefni en þjóð- fræðin. Ekki þarf að draga í efa að þær hafi verið honum hugleiknar á námsárunum, og til vitnis um það og viðhorf hans til sagnanna um það bil sem námi lauk er greinin „Kyrrstaða og þróun í fornum mannlýsingum,“ sem birtist í tímaritinu Vöku 1928 og var endur- prentuð í Við uppspretturnar 1956.17 Þar kemur skýrt fram að hann er þegar farinn að hugsa fast um þá bók sem seinna varð lengi við- fangsefni hans, Brennu-Njáls sögu, og varð honum efni í bókina Um Njálu, en því verki var ætlað að verða tvö bindi, þótt það skipaðist á annan veg.18 Lítið mætti lesandanum þykja verkefni það, sem tekið er til meðferðar í bók þessari: að sýna, að Njáls saga sé ein listarheild, sköpuð af einum manni á ákveðinni stund og stað. En engu að síður hefur mér þótt þetta mál verð- skulda allt það starf, sem einhverju ljósi getur varpað yfir það.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.