Andvari - 01.01.1999, Síða 33
andvari
EINAR ÓLAFUR SVEINSSON
31
getið kemur þetta t.d. skýrt fram í hinu stórskemmtilega og merki-
lega safnriti hans, Leit eg suður til landa, sem birtist 1944, þar sem
m.a. er fjölbreytilegt úrval jarteiknasagna, og í útgáfu hans á Páls
sögu biskups 1954. Þá er ekki rétt að láta sér sjást yfir að útgáfur á ís-
lenskum riddarasögum og rímum voru framarlega á stefnuskrá sem
Einars Ólafur átti mestan þátt í að móta, þegar tekið var til við vís-
indalegar útgáfur hér á landi undir merkjum handritanefndar Há-
skóla Islands og síðar Handritastofnunar. Hitt er svo rétt, og í fullu
samræmi við bókmenntasmekk á mótunarskeiði Einars og þroska-
árum, að hann gerði, etv. umhugsunarlítið, skýran mun hámenningar
°g lágmenningar. Það hefur einnig verið eðlileg afleiðing af bæði ytri
áhrifum og eigin skapgerð að hann taldi þau bókmenntaverk rísa
hæst að áhrifamætti þar sem horfst væri af einurð í augu við mis-
kunnarlausan „veruleikann eins og hann er“, eins og í Njálu. Það fól
vitaskuld ekki í sér að hann gerði kröfu til miðaldamanna um sömu
veruleikaskynjun og fylgir vísindalepri heimsmynd nútímamanna,
enda skortir ekki á ýkjur og kynjar í Islendingasögum, þótt hlutverk
slíks efnis og fyrirferð sé mjög breytilegt.16
Fornsögur
Rannsókn á fornum sögum, einkum fornaldar- og riddarasögum,
fléttaðist inn í rannsóknir Einars Ólafs Sveinssonar á ævintýrum, og
vitaskuld hefur hann frá barnæsku verið nákunnugur Islendingasög-
um. Þær urðu honum fljótt enn tímafrekara viðfangsefni en þjóð-
fræðin. Ekki þarf að draga í efa að þær hafi verið honum hugleiknar
á námsárunum, og til vitnis um það og viðhorf hans til sagnanna um
það bil sem námi lauk er greinin „Kyrrstaða og þróun í fornum
mannlýsingum,“ sem birtist í tímaritinu Vöku 1928 og var endur-
prentuð í Við uppspretturnar 1956.17 Þar kemur skýrt fram að hann
er þegar farinn að hugsa fast um þá bók sem seinna varð lengi við-
fangsefni hans, Brennu-Njáls sögu, og varð honum efni í bókina Um
Njálu, en því verki var ætlað að verða tvö bindi, þótt það skipaðist á
annan veg.18
Lítið mætti lesandanum þykja verkefni það, sem tekið er til meðferðar í bók
þessari: að sýna, að Njáls saga sé ein listarheild, sköpuð af einum manni á
ákveðinni stund og stað. En engu að síður hefur mér þótt þetta mál verð-
skulda allt það starf, sem einhverju ljósi getur varpað yfir það.