Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1999, Síða 46

Andvari - 01.01.1999, Síða 46
44 VÉSTEINN ÓLASON ANDVARI andstæður eru miklar, hann nær frá leiðslu einsetumannsins, kyrri eins og lygnu fjallavatni, til friðlausrar valdagirni kirkjuhöfðingjans, sem gefur þessa heims höfðingjum ekkert eftir í nýtni alls konar meðala, illra og góðra. En þó er hér allt með einu marki brennt: Þetta er veröld hins mikla neikvæðis. Hér er goldið neikvæði við blóðinu og blóðsins rödd: „Þú skalt ekki. . .!“ Og jafnvel jákvæði þessarar veraldar er sprottið af neikvæði: Elskið óvini yðar! En hér er líka goldið neikvæði við því þjóðfélagi, sem sprottið er af náttúr- unni, hér er goldið neikvæði við flestum náttúrudyggðum (5). Hér birtist hinn mikli raunhyggjumaður Einar Ólafur sem fulltrúi þess sem kalla mætti rómantíska söguskoðun sem telur hið forna samfélag, hugmyndir þess og háttalag sem náttúrlegt og sjálfsprottið og þess vegna gott. Þá verður hitt sjálfkrafa illt sem kemur utan að og truflar það. Eftir á að hyggja drögum við flest sem nú lifum þetta í efa. Var ekki þjóðveldið dauðadæmt frá upphafi og hlaut að falla þótt merkilegt væri meðan það fékk staðist? Pað sýnist manni jafnvel að lesa megi úr Njáls sögu, þótt með söknuði sé þar horft um öxl. Gat sagan fallið í annan eða betri farveg en þann sem framundan var? Hver kann svar við því? Hitt er ljóst að ástríðufull afstaða Ein- ars Ólafs til Sturlungaaldar hefur gefið honum skáldlega sýn til þess- ara löngu liðnu tíma og riti hans áhrifamátt sem sjaldgæfur er í hinni hlutlausu og köldu sagnfræði nútímans. Fjölbreytileika þess efnis sem fjallað er um í Sturlungaöld má glöggt sjá ef rennt er yfir kaflafyrirsagnir, en auk Forspjalls og Niður- lags eru þær: Þingmenn og þegnar, Sjálfstætt fólk, Kurteisi og róman- tík, Stéttir og fjárhagur, Fornar og nýjar dyggðir og lestir, Dauðinn, Gamanrúnir og eljaragletta, Bergmál, Heimur neikvæðisins, Kristni tólftu aldar, Um 1200, Jarteiknir, Presturinn, Garðar dróttins, Staða- mál. Þótt hver kafli um sig sé stuttur er þarna brugðið upp mjög margbrotinni og lifandi mynd af mannlífi Sturlungaaldar, eins og það hefur birst Einari Ólafi við lestur heimildanna. Segja má að aðferð ritsins sé greinandi, þ.e. greindir eru sundur ýmsir mikilvægir þættir viðfangsefnisins, og gefa kaflaheitin höfuð- flokkana til kynna. En hér er ekki þurr sértæk greining á ferðinni heldur beitir fræðimaðurinn skáldlegu innsæi sínu til að skapa lifandi myndir úr efninu. Vissulega eykur það líkurnar á því að huglæg af- staða nútímamannsins setji verulegan svip á efnið, en niðurstaðan verður oft hrífandi texti. Kaflinn Bergmál, sem fylgir í kjölfar kafla um efni sem mega virðast ólík við fyrstu sýn, annað hið alvarlegasta,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.