Andvari - 01.01.1999, Side 50
48
VÉSTEINN ÓLASON
ANDVARI
ir ýmsar röksemdir um aldur Þrymskviðu í grein sem birtist árið
1989, og Ursula Dronke hefur í nýrri útgáfu eddukvæða haldið fram
svipuðum hugmyndum um aldur Rígsþulu og Einar Olafur gerir í ís-
lenzkum bókmenntum í fornöld, þ.e. að kvæðið sé, a.m.k. að stofni
til, orðið til á 10. öld, þótt þýskir fræðimenn eins og Andreas Heusler
og Klaus von See telji það mjög ungt, eða frá 13. öld.29 Um önnur
kvæði sem minni ágreiningur er um virðist Einar Ólafur jafnan gera
ráð fyrir allháum aldri og stöðugleika í munnlegri geymd.
Á tímabilinu frá því að Finnur Jónsson fjallaði um eddukvæði í
bókmenntasögu sinni (2. útg. 1920-24) og í fjölda greina og Sigurður
Nordal birti ritgerð sína um Völuspá (1923) fram til þess er íslenzkar
bókmenntir í fornöld komu út, höfðu íslendingar ekki lagt ýkja
margt til rannsókna á eddukvæðum eða öðrum fornum kveðskap
miðað við hinar miklu rannsóknir á fornsögum. Þjóðverjar hafa
lengst af verið atkvæðamestir við rannsóknir á fornum kveðskap,
þótt margar fleiri þjóðir hafi lagt orð í belg, einkum Norðurlanda-
menn framan af og síðan enskumælandi þjóðir. Einar Ólafur rétti
þessa slagsíðu nokkuð af með bókmenntasögu sinni, en erlendir
fræðimenn vitna sjaldnar í þetta rit en vert væri, því að það rís á
miklum lærdómi og næmri tilfinningu fyrir eiginleikum kvæðanna,
en er ekki auðlesið þeim sem ekki lesa nútímaíslensku nema með
erfiðismunum. Það var illt að Einari Ólafi skyldi ekki auðnast að
halda verkinu áfram, en þar hlaut að verða hlé þegar hann var á sjö-
tugsaldri kvaddur inn á nýjan starfsvettvang.
IV. Handritamálið og Handritastofnun
Einar Ólafur Sveinsson dróst óhjákvæmilega inn í þá vinnu sem unn-
in var til að undirbúa sókn íslendinga í handritamálinu og var þar
virkur þátttakandi allt til loka málsins. Hér er ekki staður til að rekja
sögu handritamálsins, og margt verður einnig út undan sem Einar
Ólaf varðar, en árið 1959 gaf hann út dálítið kver eða bók um sögu
handritamálsins, og í raun er þar einnig að finna ágrip af íslenskri
bókmenntasögu og sögu handritarannsókna. Sama ár skipaði Alþingi
hann formann í fimm manna nefnd til að vinna að framgangi hand-
ritamálsins með ríkisstjórninni. Um verkefni þeirrar nefndar og sjónar-