Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1999, Blaðsíða 50

Andvari - 01.01.1999, Blaðsíða 50
48 VÉSTEINN ÓLASON ANDVARI ir ýmsar röksemdir um aldur Þrymskviðu í grein sem birtist árið 1989, og Ursula Dronke hefur í nýrri útgáfu eddukvæða haldið fram svipuðum hugmyndum um aldur Rígsþulu og Einar Olafur gerir í ís- lenzkum bókmenntum í fornöld, þ.e. að kvæðið sé, a.m.k. að stofni til, orðið til á 10. öld, þótt þýskir fræðimenn eins og Andreas Heusler og Klaus von See telji það mjög ungt, eða frá 13. öld.29 Um önnur kvæði sem minni ágreiningur er um virðist Einar Ólafur jafnan gera ráð fyrir allháum aldri og stöðugleika í munnlegri geymd. Á tímabilinu frá því að Finnur Jónsson fjallaði um eddukvæði í bókmenntasögu sinni (2. útg. 1920-24) og í fjölda greina og Sigurður Nordal birti ritgerð sína um Völuspá (1923) fram til þess er íslenzkar bókmenntir í fornöld komu út, höfðu íslendingar ekki lagt ýkja margt til rannsókna á eddukvæðum eða öðrum fornum kveðskap miðað við hinar miklu rannsóknir á fornsögum. Þjóðverjar hafa lengst af verið atkvæðamestir við rannsóknir á fornum kveðskap, þótt margar fleiri þjóðir hafi lagt orð í belg, einkum Norðurlanda- menn framan af og síðan enskumælandi þjóðir. Einar Ólafur rétti þessa slagsíðu nokkuð af með bókmenntasögu sinni, en erlendir fræðimenn vitna sjaldnar í þetta rit en vert væri, því að það rís á miklum lærdómi og næmri tilfinningu fyrir eiginleikum kvæðanna, en er ekki auðlesið þeim sem ekki lesa nútímaíslensku nema með erfiðismunum. Það var illt að Einari Ólafi skyldi ekki auðnast að halda verkinu áfram, en þar hlaut að verða hlé þegar hann var á sjö- tugsaldri kvaddur inn á nýjan starfsvettvang. IV. Handritamálið og Handritastofnun Einar Ólafur Sveinsson dróst óhjákvæmilega inn í þá vinnu sem unn- in var til að undirbúa sókn íslendinga í handritamálinu og var þar virkur þátttakandi allt til loka málsins. Hér er ekki staður til að rekja sögu handritamálsins, og margt verður einnig út undan sem Einar Ólaf varðar, en árið 1959 gaf hann út dálítið kver eða bók um sögu handritamálsins, og í raun er þar einnig að finna ágrip af íslenskri bókmenntasögu og sögu handritarannsókna. Sama ár skipaði Alþingi hann formann í fimm manna nefnd til að vinna að framgangi hand- ritamálsins með ríkisstjórninni. Um verkefni þeirrar nefndar og sjónar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.