Andvari - 01.01.1999, Page 53
ANDVARI
EINAR ÓLAFUR SVEINSSON
51
íslands tók síðan við hlutverki nefndarinnar, og sjást áhrif frá stefnu-
mörkun þeirrar nefndar og starfi sem unnið var á hennar vegum í út-
gáfubókum hennar fyrstu árin.
Hinn 14. apríl 1962 samþykkti Alþingi Lög um Handritastofnun Is-
lands. Samkvæmt þeim er stjórn stofnunarinnar falin sjö manna
stjórnarnefnd, en rekstur stofnunarinnar skal annast forstöðumaður
sem jafnframt sé prófessor við heimspekideild Háskóla íslands. Ein-
ar Ólafur Sveinsson var skipaður til þessa embættis 1. nóvember
1962, og 27. nóv. skipaði menntamálaráðherra hann formann stjórn-
arnefndar sem hélt fyrsta fund sinn 10. desember. Stjórnarnefndar og
forstöðumanns beið vandasamt verk, sem var hvort tveggja í senn að
móta stofnuninni fræðilega stefnu og velja starfsmenn og viðfangs-
efni, en jafnframt að skilgreina þarfir hennar til fjár og umfram allt
húsnæðis. Óhætt er að segja að forstöðumaður og stjórnarnefnd hafi
gengið að þessu verkefni af kappi. Fundargerðabók Handritastofn-
unar sýnir að fundir voru efnismiklir og langir, og þó tíðir, einkum í
upphafi, og var 51. fundur stjórnarinnar haldinn 22. maí 1967, en þá
varð alllangt hlé á fundum. Á fundinum 22. maí skýrði formaður
stjórnar, Einar Ólafur, frá því að fyrsta skóflustunga hefði verið tek-
m að Árnagarði, þar sem Handritastofnun var ætlaður staður. Þang-
að flutti stofnunin síðan í árslok 1969. Þá hefði Einar Ólafur í raun
átt að láta af störfum fyrir aldurs sakir, en svo fór að hann gegndi
störfum forstöðumanns og stjórnarformanns til ársloka 1970, en þá
hafði stofnuninni verið valinn nýr forstöðumaður, Jónas Kristjáns-
son, sem hafði frá upphafi starfað sem sérfræðingur við stofnunina
ásamt Ólafi Halldórssyni. Auk þeirra störfuðu þar jafnan nokkrir
styrkþegar, nýútskrifaðir kandidatar eða stúdentar. Þá hafði sérfræð-
mgum við handritarannsóknir og útgáfu einnig fjölgað og þeir Jón
Samsonarson og Stefán Karlsson verið ráðnir til þeirra starfa. Enn-
fremur hafði verið stofnuð þjóðfræðadeild við stofnunina með einn
starfsmann, Hallfreð Örn Eiríksson.
Undir forystu Einars Ólafs var mótuð sú stefna í útgáfumálum við
Handritastofnun sem síðan hefur að mestu sett svip á starf Stofnunar
Árna Magnússonar, en hún tók við hlutverki Handritastofnunar með
lögum sem sett voru 1972. Á forstöðumannsárum Einars Ólafs komu
ht textaútgáfur, riddarasaga, íslendingasaga og biskupasaga, auk all-
^ikils fjölda ljósprentana með fræðilegum inngangsritgerðum. Haf-