Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1999, Page 71

Andvari - 01.01.1999, Page 71
andvari ENDURFUNDIR VIÐ APRÍL-LAUF 69 orðið allsráðandi. Ætlun Sigfúsar er að losa íslenskan skáldskap úr þessum viðjum, en það er athyglisvert að hann skoðar hlutina í miklu víðara sam- hengi en aðrir og ádeila hans beinist út fyrir landsteina eða einnig að þeim höfundum erlendum sem hafa gert tónlist að frumþætti ljóðs á kostnað annarra, þótt það sé ekki endilega með stuðlum og rími. Hér hefði hann hæglega getað nefnt Verlaine sem boðaði það að ljóð væru tónlist fremur öðru og beitti rími ótæpilega: „de la musique avant toute chose“, og óbeint snýst hann gegn Majakovskí sem taldi hljómfallið grundvöll og uppsprettu kvæðis og gat því ekki ort öðruvísi en þrammandi um götur. Með því er vissulega einum þætti ljóðlistar, sem eitt skáld hefur kallað „melopoeiu“, haldið fram á kostnað annarra og ekki furða þótt aðrir hafi til dæmis teflt hinum myndræna þætti ljóðsins fram á móti. Reyndar er Sig- fús ekki í þeim hópi, enda eru ljóð hans sjálfs sjaldan mjög myndræn, held- ur hampar hann orðlistinni sem slíkri (logopoeia), því ljóð „er gert af orð- um en ekki hljómum“ og skáld „getur í ljóði notað assósíasjónir og endur- tekningar og allúsjónir“ enda hafa og orð margræða merkingu. Þessi þáttur ljóðlistar hlýtur að stuðla að því að orðin séu í sem lausustu samhengi og ekki felld inn í fasta hrynjandi en fái að njóta sín sem slík, ein og sér. Það er því ljóst að Sigfús er í ritgerðinni ekki síst að rétta hlut orðanna sem slíkra gagnvart ofurvaldi hins hljómræna, og það ber vott um víðsýni hans að hann er ekki með neinar glannalegar yfirlýsingar um dauða hins „hefð- bundna forms“ og sér ekki neitt því til fyrirstöðu að „hefðbundinn“ kveð- skapur og svonefnd nútímaljóð, „gamalt form og nýtt“, geti lifað saman góðu lífi, og þar með er tilkoma hinna nýju strauma fremur fallin til að víkka og efla íslenska ljóðagerð en að leggja hana í rúst, eins og margir virðast hafa óttast. Þau viðhorf sem Sigfús setur fram í ritgerðinni, og það sögulega ástand sem þau eru sprottin úr, höfðu vissulega þegar sett mark sitt á fyrstu ljóðabók hans, Ljóð, sem kom 1951 með ljóðum frá tímabilinu 1947-51. Að formi til eru þau býsna ólík innbyrðis og jafnvel andstæð og marka þannig þá meg- instefnu sem Sigfús fylgir æ síðan. Ljóð hans skiptast mjög greinilega í ann- ars vegar óvenju meitluð og hnitmiðuð ljóð sem mynda stutt erindi, oftast með tveim eða þremur línum, og byggja á hálfkveðnum vísum og hljóðlát- um vísunum, en hins vegar í öllu útleitnari ljóð með miklum endurtekning- um og innskotum (stundum innan sviga), þar sem beitt er fremur prósaísk- um og hversdagslegum talsmáta og rabbtón á köflum og þar sem ýmsu sundurleitu ægir saman. En þó svo að hér í bókinni megi finna langt ljóð eins og „Sakamann“ sem ort er í reglulegu stakhenduformi með stuðlum °g fastri hrynjandi, er Sigfús trúr þeirri meginstefnu sem hann boðar í rit- gerðinni „Til varnar skáldskapnum“ að draga úr ofurvaldi hrynjandinnar,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.